Einn mældur á 119 km hraða

Átta bílum var ekið á 90 km hraða eða þar yfir þegar lögreglan fylgdist með umferðinni til norðurs í Hvalfjarðargöngum frá mánudegi 23. til mánudags 30. nóvember 2009. Sá sem hraðast ók var á 119 km hraða og má búast við að verða rukkaður um 60.000 króna sekt og fá þrjú refsistig  skráð á sig í ökuferilsskrá.

Slíkur háskaakstur stefnir að sjálfsögðu öðrum vegfarendum í stórfellda hættu og ökumaðurinn var í raun hársbreidd frá ökuleyfissviptingu. Hann hefði nefnilega misst skírteinið sitt í einn mánuð fyrir að aka á 121 km hraða þar sem hámarkshraði er 70 km.

Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að einungis 0,9% ökumanna óku á ólöglegum hraða á vöktunartímanum eða 128 af alls tæplega 14.500. Meðalhraði þeirra brotlegu var tæplega 84 km/klst.

Þorri vegfarenda ekur því innan marka skynsemi og laga en svo eru því miður fáeinir sem flokkast undir rumpulýð umferðarinnar og ættu að vera annars staðar en undir stýri.

 

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofu Spalar að Kirkjubraut 28 á Akranesi hefur verið lokað! 

Unnt er að hafa samband í síma 431 5900 og með tölvupósti: spolur@spolur.is 

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009