Umferð og tekjur umfram áætlun í uppgjöri rekstrarársins

Umferð í Hvalfjarðargöngum og tekjur af henni urðu nokkri meiri á rekstrarárinu 1. október 2008 til 30. september 2009 en gert var ráð fyrir í rekstraráætlun Spalar ehf. Á þessu ellefta heila fjárhagsári félagsins fóru að jafnaði um 5.400 ökutæki um göngin á sólarhring eða alls 1.972.000 ökutæki, sem er 1,8% minni umferð en á fyrra rekstrarári.

Í ársuppgjöri félagsins, sem sent var Kauphöll Íslands í dag, kemur fram að tap Spalar eftir skatta hafi numið 129 milljónum króna en tapið nam 220 milljónum króna á rekstrarárinu þar á undan.

Greiðslugeta Spalar undanfarin fjögur ár hefur verið afar sterk. Handbært fé frá rekstri var 569 milljónir króna á rekstarrárinu og stóð í um 200 milljónum króna í lok þess.

Í septemberlok greiddi Spölur um 590 milljónir króna í afborganir lána og vexti eins og lánasamningar félagsins kveða á um.

Veggjaldið skilaði félaginu tekjum upp á 920 milljónir króna, sem er 6% samdráttur frá fyrra rekstrarári. Rekstrarkostnaður án afskrifta var 262 milljónir króna og lækkaði um rúmlega 90 milljónum króna en þá ber að hafa í huga að á fyrra rekstrarári var gjaldfærður rannsóknarkostnaður vegna nýrra ganga undir Hvalfjörð upp á 103 milljónir króna en hliðstæð útgjöld á rekstrarárinu nú voru einungis um ein milljón króna.

Afskriftir á rekstarárinu námu 232 milljónum króna og jukust um 4% frá fyrra ári.

Vaxtagjöld, verðbætur og gengismunur námu 658 milljónum króna og lækkuðu um 100 milljónir króna frá fyrra ári. Þar af voru verðbætur og gengismunur 509 milljónir króna, sem gjaldfærast í ársreikningi en aðeins 46 milljónir króna komu til greiðslu á rekstrarárinu.

Spölur skuldaði 4.413.000 krónur í lok rekstrarársins nú og höfðu skuldirnar þá aukist um 20 milljónir króna frá lokum fyrra rekstrarárs, einkum vegna gengis- og verðbreytinga.

Útlit er fyrir að umferð og tekjur Spalar á nýbyrjuðu rekstrarári verði álíka og á síðasta rekstrarári. Í ársuppgjörinu kemur fram að í ljósi þess að verðbætur og almennt verðlag hækki stöðugt megi gera ráð fyrir að „nauðsynlegt verði að endurskoða gjaldskrá félagsins á rekstrarárinu.“

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofu Spalar að Kirkjubraut 28 á Akranesi hefur verið lokað! 

Unnt er að hafa samband í síma 431 5900 og með tölvupósti: spolur@spolur.is 

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009