Rjúpnaskyttur ruku í gegn um leið og göngin voru opnuð

Rjúpnaskyttur með blik í augum, byssu í skotti og högl í vasa þustu undir Hvalfjörð, áleiðis vestur og norður í land, þegar göngin voru opnuð kl. 5:30 í morgun að loknum viðhaldsverkum og götuþvotti. Þetta var fjórða og síðasta nóttin sem Hvalfjarðargöng voru lokuð í þessari viku og verkefnalistinn tæmdist á tilsettum tíma. Rjúpaskyttur höfðu nokkrar áhyggjur af framgangi verksins og hringdu talsvert í Spöl fram eftir vikunni til hafa á hreinu hvort göngin yrðu opin snemma að morgni fyrsta rjúpnaveiðidags ársins, sem einmitt er í dag, 30. nóvember.

Helsta tilefni næturlokunar að þessu sinni var að treystingar festingar grinda sem halda uppi öryggis- og hlífðardúkum  í göngunum. Á nokkrum stöðum höfðu festingarnar farið illa af tæringu og voru því endurnýjaðar.

Þá var miðlínan, sem skilur að akreinarnar í göngunum, fræst í fyrsta sinn. Ökumenn verða því örugglega varir við það hér eftir ef þeir aka yfir eða eftir miðlínunni. Þetta er afar mikilvægt öryggismál fyrir vegfarendur.

Ýmislegt fleira dunduðu menn sér  við í skjóli nætur á meðan göngin voru lokuð, meðal annars að þurrka ryk af ljósum og skipta um perur þar sem þess gerðist þörf. Gjaldskýlið var málað í hólf og gólf og alveg í lokin voru gangbrautirnar þvegnar og skrúbbaðar. Jólahreingerningu ársins er því lokið undir Hvalfirði.

Haustlokun_6_2009_ Haustlokun_3_2009_

Svipmyndir af ,,næturvöktum" í göngum og
gjaldskýlinu í vikunni þar sem menn ryksuguðu,
þvoðu, yfirfóru rafmagn og máluðu, svo
eitthvað sé nefnt.

Myndir: Marinó Tryggvason

Haustlokun_1_2009_
Haustlokun_2_2009_ Haustlokun_4_2009_
Málari að störfum í gjaldskýlinu. Nýfræst miðlína akbrautarinnar.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofu Spalar að Kirkjubraut 28 á Akranesi hefur verið lokað! 

Unnt er að hafa samband í síma 431 5900 og með tölvupósti: spolur@spolur.is 

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009