Mun meiri samdráttur á fyrri hluta rekstrarársins en á þeim síðari

Umferðin í Hvalfjarðargöngum dróst saman um innan við 2% á rekstrarári Spalar, frá októberbyrjun 2008 til septemberloka 2009. Mesta athygli vekur hve samdrátturinn er miklu meiri á fyrri hluta rekstrarársins en á þeim síðari.

Þegar á heildina er litið fóru um 36.000 færri bílar um göngin á nýliðnu rekstrarári en á rekstrarárinu þar á undan, sem er samdráttur um nákvæmlega 1,83%. Þetta er minni samdráttur en hefði mátt ætla að yrði þegar fyrstu umferðartölur eftir hrunið mikla lágu fyrir í fyrra.

Á tímabilinu október-mars fækkaði bílum á ferð undir Hvalfjörð um 51.000 frá sama tíma rekstrarárið 2007/2008 en þeim fjölgaði hins vegar um hátt í 15.000 á tímabilinu apríl-september miðað við sama tíma í fyrra.

Októbermánaðar 2008 verður að sjálfsögðu lengi minnst vegna bankahrunsins og engum kom á óvart að umferðin í Hvalfjarðargöngum minnkaði þá um 10,3% miðað við sama mánuð 2007. Samdráttur mældist líka í nóvember og desember en örlítil aukning hins vegar í janúar. Í febrúar var samdráttur og í mars dróst umferðin saman um heil 14%. Efnahagskreppan skýrir þá sveiflu hins vegar aðeins að hluta til, skýringin er öllu frekar sú að páskarnir voru í apríl í ár en í mars árið 2008. Páskaumferðin var þannig ekki skráð í sömu mánuðum 2008 og 2009 sem skekkir samanburð á umferð í mars og apríl.

Á síðari helmingi rekstrarársins dróst umferð saman í maí, ágúst og september en jókst hins vegar í apríl, júní og júlí miðað við sömu mánuði 2008. 

Umferð

Okt 2008

Nóv

Des

Jan 2009

Febr

Mars

2007/2008

160.072

146.624

130.650

124.188

125.777

155.842

2008/2009

143.563

137.634

127.985

125.797

122.668

134.024

Breyting

-10,31%

-6,13%

-2,04

+1,30%

-2,47%

-14,00%

 

Umferð

Apríl

Maí

Júní

Júlí

Ágúst

Sept

Alls

2007/2008

154.619

178.186

204.407

238.715 223.700 164.209 2.006.090

2008/2009

160.537

176.332

213.052

248.975 218.184 161.466 1.970.217

Breyting

+3,83%

-1,04%

+4,23%

+4,30% -2,47% -1,67% -1,87%

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofu Spalar að Kirkjubraut 28 á Akranesi hefur verið lokað! 

Unnt er að hafa samband í síma 431 5900 og með tölvupósti: spolur@spolur.is 

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009