Umferðin í Hvalfjarðargöngum var 4,1% meiri í júlí en í sama mánuði 2008. Um göngin fóru að jafnaði 8.019 bílar á sólarhring og það hefur ekki gerst fyrr, frá því göngin voru opnuð, að umferðin nái 8.000 bílum á sólarhring í einum mánuði.
Umferðin í júlí var tæplega tvöfalt meiri í júlí en í janúar í ár þegar um göngin fóru um 4.060 bílar á sólarhring.
Á yfirstandandi rekstrarári Spalar, frá október til september, var umferðin sem sagt minnst í janúar en mest núna í júlí, þ.e.a.s. að jafnaði á sólarhring. Ósennilegt er að tölurnar fyrir ágúst breyti nokkru um þá stöðu í heildarmynd umferðar á rekstrarárinu öllu því ætla má að umferðin verður mun meiri í ágúst en í janúar en hins vegar minni en í júlí.
Umferð |
Okt 2008 |
Nóv |
Des |
Jan 2009 |
Febr |
Mars |
2007/2008 |
160.072 |
146.624 |
130.650 |
124.188 |
125.777 |
155.842 |
2008/2009 |
143.563 |
137.634 |
127.985 |
125.797 |
122.668 |
134.024 |
Breyting |
-10,31% |
-6,13% |
-2,04 |
+1,30% |
-2,47% |
-14,00% |
Umferð |
Apríl |
Maí |
Júní |
Júlí |
Ágúst |
Sept |
2007/2008 |
154.619 |
178.186 |
204.407 |
238.715 | ||
2008/2009 |
160.537 |
175.599 |
212.200 |
248.592 | ||
Breyting |
+3,83% |
-1,45% |
+3,81% |
+4,1% |