Meiri umferð en í fyrra

Umferðartölur það sem af er sumri benda eindregið til þess að landsmenn ferðist nú meira um eigið land en áður.  Meðaltalsumferðin í Hvalfjarðargöngum júlímánuði hefur verið yfir 8.100 bílar á sólarhring að jafnaði, sem er umtalsvert meira en á sama tíma í fyrra.

Mesta helgarumferðin í göngunum hingað til var 19. til 21 júní  þegar m.a. var knattspyrnumót yngstu flokkanna á Akranesi. Þá fóru alls 29.000 bílar um göngin frá föstudegi til sunnudags.

Fyrstu helgina í júlí var helgarumferðin 28.200 bílar og nú um nýliðna Landsmótshelgi fóru alls um 28.000 bílar undir Hvalfjörð, þar af 11.000 á föstudaginn.

Allar helgar sumarsins er þannig í raun annatími í umferðinni og framundan eru í það minnsta tvær miklar ferðahelgar,  sjálf verslunarmannahelgin og svo Fiskidagurinn  mikli á Dalvík viku síðar.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofu Spalar að Kirkjubraut 28 á Akranesi hefur verið lokað! 

Unnt er að hafa samband í síma 431 5900 og með tölvupósti: spolur@spolur.is 

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009