Spölur í hópi fyrirmyndafyrirtækja VR 2009

Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009Spölur er í hópi fyrirmyndafyrirtækja VR í ár og hafnaði í 16. sæti af alls 233 fyrirtækjum sem tekin voru með í könnun stéttarfélagsins í flokki minni fyrirtækja.  Microsoft á Íslandi er fyrirtæki ársins í flokki minni fyrirtækja með 4,870 í heildareinkunn, Spölur fékk 4,571 í heildareinkunn. 

Spölur er ásamt Bílaleigu Flugleiða, Alp og Hreyfli í hópi samgöngufyrirtækja á sjó og landi í könnuninni og  er með langbesta útkomuna þar.

Yfir 20 þúsund félagsmenn VR í fyrirtækjum á almennum markaði fengu spurningalista í vetur og svöruðu spurningum um trúverðugleika stjórnenda, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleika í vinnu, sjálfstæði í starfi, ánægju og stolt, ímynd fyrirtækisins og  starfsanda. Svarhlutfall starfsmanna Spalar var 100%

Gefinn var einkunn fyrir hvert svar hópsins og síðan heildareinkunn. Starfsmenn Spalar gáfu félaginu hámarkseinkunn, fimm,  þegar spurt var um ánægju og stolt. Félagið skoraði líka hátt þegar spurt var um starfsanda og sjálfstæði í starfi. Lægsta einkunn gáfu starfsmennirnir félaginu hins vegar fyrir sveigjanleika í starfi, 3,82. Meðaleinkunn fyrir hin svörin var  frá 4,02 upp í 5,0.

Tuttugu fyrirtæki í hvorum flokki  flagga nú nafnbótinni fyrirmyndarfyrirtæki 2009 fyrir frábæran árangur. Þar á meðal er sem sagt Spölur í flokki minni fyrirtækja. 

  •  Meira um könnun VR og fyrirmyndarfyrirtækin 2009 á heimasíðu VR

 

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofu Spalar að Kirkjubraut 28 á Akranesi hefur verið lokað! 

Unnt er að hafa samband í síma 431 5900 og með tölvupósti: spolur@spolur.is 

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009