Hraðast ekið á fimmtudegi

Ökumenn aka hraðast í Hvalfjarðargöngum á fimmtudögum, föstudögum og sunnudögum en halda bensínfætinum betur í skefjum aðra daga vikunnar. Þá ályktun má draga af afar fróðlegum upplýsingum sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur dregið saman eftir hraðamælingar í eina viku núna í janúar, frá fimmtudegi 22. janúar til fimmtudags 29. janúar.

Vöktuð var umferð á norðurleið og þá leið fóru 13.582 ökutæki á tímabilinu. Einn af hundraði ökumanna fór yfir strikið og braut gegn ákvæðum laga um hámarkshraða eða alls 155 ökumenn. Meðalhraði þeirra brotlegu var 83,6 km/klst.

  • Ellefu ökumenn mædust á 90 km hraða eða meira. Þeirra bíður að greiða sekt upp á 15.000-40.000 króna sekt.
  • Fjórir voru á 100 km hraða eða meira. Þeirra bíður sekt upp á 40.000-50.000 og einn til tveir refsipunktar í ökuferilsskrá.
  • Einn var á 113 km hraða og sá á yfir höfði sér 60.000 króna sekt og þrjá punkta í ökuferilsskrá. 

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofu Spalar að Kirkjubraut 28 á Akranesi hefur verið lokað! 

Unnt er að hafa samband í síma 431 5900 og með tölvupósti: spolur@spolur.is 

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009