Óhjákæmilegt er að hækka veggjald í Hvalfjarðargöngum á næstunni. Hvenær það gerist og hve mikil hækkunin verður er á valdi stjórnar Spalar ehf., sem endurkjörin var í dag á aðalfundi félagsins á Akranesi.

„Ríkið getur ekki að óbreyttu farið að innheimta veggjald á Vesturlandsvegi. Slíkt bryti gegn ákvæðum samnings Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. við samgönguráðherra og fjármálaráðherra frá 22. apríl 1995. Þetta liggur ljóst fyrir,“ sagði Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar á aðalfundi félagsins í dag.

Átta bílum var ekið á 90 km hraða eða þar yfir þegar lögreglan fylgdist með umferðinni til norðurs í Hvalfjarðargöngum frá mánudegi 23. til mánudags 30. nóvember 2009. Sá sem hraðast ók var á 119 km hraða og má búast við að verða rukkaður um 60.000 króna sekt og fá þrjú refsistig  skráð á sig í ökuferilsskrá.

Umferð í Hvalfjarðargöngum og tekjur af henni urðu nokkri meiri á rekstrarárinu 1. október 2008 til 30. september 2009 en gert var ráð fyrir í rekstraráætlun Spalar ehf. Á þessu ellefta heila fjárhagsári félagsins fóru að jafnaði um 5.400 ökutæki um göngin á sólarhring eða alls 1.972.000 ökutæki, sem er 1,8% minni umferð en á fyrra rekstrarári.

Rjúpnaskyttur með blik í augum, byssu í skotti og högl í vasa þustu undir Hvalfjörð, áleiðis vestur og norður í land, þegar göngin voru opnuð kl. 5:30 í morgun að loknum viðhaldsverkum og götuþvotti. Þetta var fjórða og síðasta nóttin sem Hvalfjarðargöng voru lokuð í þessari viku og verkefnalistinn tæmdist á tilsettum tíma. Rjúpaskyttur höfðu nokkrar áhyggjur af framgangi verksins og hringdu talsvert í Spöl fram eftir vikunni til hafa á hreinu hvort göngin yrðu opin snemma að morgni fyrsta rjúpnaveiðidags ársins, sem einmitt er í dag, 30. nóvember.

Hvalfjarðargöng verða lokuð næstu fjórar nætur vegna viðhalds. Lokað verður aðfararnætur þriðjudags, miðvikudags, fimmtudags og föstudags 27., 28., 29. og 30. október 2009 frá miðnætti til kl. 6 að morgni.

Nýrri hraðamyndavél hefur verið bætt við í Hvalfjarðargöngum. Sú er í brekkunni norðan megin og mælir í báðar áttir. Brögð eru að því að ökumenn að sunnan gefi vel duglega í þegar brekkan nálgast og láti gamminn geysa upp úr göngunum á norðurleið. Þetta háttalag ætti nú að heyra fortíðinni til - nema ökumenn telji ekki eftir sér að borga hraðasekt í ríkissjóð!

Eftir breytinguna eru sex staðir í göngunum sem ökumenn geta búist við að fá á sig geisla sívakandi myndavélakerfis lögreglunnar. Þessum ráðstöfunum er auðvitað ætlað að halda umferðarhraðanum niðri og stuðla þar með að sem allra mestu öryggi vegfarenda.

Nýir áskriftarskilmálar gilda hjá Speli frá og með 1. október 2009. Skilagjald fyrir veglykil er nú 3.000 krónur og verður innheimt fyrir alla veglykla óháð því hve marga slíka sami áskrifandi notar.

Í nýjum áskriftarskilmálum er skýrar kveðið á um ábyrgð áskrifanda gagnvart meðferð notkun og skilum veglykla en í fyrri skilmálum.

Umferðin í Hvalfjarðargöngum var 4,1% meiri í júlí en í sama mánuði 2008. Um göngin fóru að jafnaði 8.019 bílar á sólarhring og það hefur ekki gerst fyrr, frá því göngin voru opnuð, að umferðin nái 8.000 bílum á sólarhring í einum mánuði.

Afsláttarkort með 10 ferðum í I. gjaldflokki eru seld í:

  • gjaldskýli Hvalfjarðarganga
  • Olíudreifingu Hólmaslóð 8-10, Reykjavík
  • skrifstofu Spalar á Akranesi.

Umferðartölur það sem af er sumri benda eindregið til þess að landsmenn ferðist nú meira um eigið land en áður.  Meðaltalsumferðin í Hvalfjarðargöngum júlímánuði hefur verið yfir 8.100 bílar á sólarhring að jafnaði, sem er umtalsvert meira en á sama tíma í fyrra.

Mikil mildi var að ekki fór verr í göngunum þegar lítill fólksbíll fór yfir á rangan vegarhelming og lenti framan á flutningabíl sem kom úr gagnstæðri átt. Þetta átti sér stað um þrjúleytið í gær, 6. júlí, um 150 metrum inni í göngunum norðanverðum.

Umferðin í Hvalfjarðargöngum jókst um 3,8% í júnímánuði frá sama mánuði í fyrra. Aukningin var svipuð og í apríl miðað við sama mánuð 2008.

Umferðin í Hvalfjarðargöngum er í heildina minni það sem af er rekstrarári Spalar en á sama tíma í fyrra en sveiflurnar eru umtalsverðar á köflum frá mánuði til mánaðar. Þannig var samdrátturinn 14% í mars miðað við sama mánuð 2008 en í apríl var aukningin hins vegar hátt í 4%. Í maí var örlítill samdráttur, upp á 1,45%.

Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009Spölur er í hópi fyrirmyndafyrirtækja VR í ár og hafnaði í 16. sæti af alls 233 fyrirtækjum sem tekin voru með í könnun stéttarfélagsins í flokki minni fyrirtækja.  Microsoft á Íslandi er fyrirtæki ársins í flokki minni fyrirtækja með 4,870 í heildareinkunn, Spölur fékk 4,571 í heildareinkunn. 

Spölur er ásamt Bílaleigu Flugleiða, Alp og Hreyfli í hópi samgöngufyrirtækja á sjó og landi í könnuninni og  er með langbesta útkomuna þar.

Ökumenn aka hraðast í Hvalfjarðargöngum á fimmtudögum, föstudögum og sunnudögum en halda bensínfætinum betur í skefjum aðra daga vikunnar. Þá ályktun má draga af afar fróðlegum upplýsingum sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur dregið saman eftir hraðamælingar í eina viku núna í janúar, frá fimmtudegi 22. janúar til fimmtudags 29. janúar.

Umferð í Hvalfjarðargöngum var 2,7% minni í desember 2008 en í sama mánuði árið þar á undan. Samdrátturinn var umtalsvert meiri í október og nóvember en í jólamánuðinum miðað við sama tímabil 2007.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Spölur ehf. á og rekur Hvalfjarðargöng.

Skrifstofa Spalar er að
Kirkjubraut 28, 
300 Akranes
sími 431 5900, fax 431 5901. 

Opið mánudaga til fimmtudaga  8-16

og föstudaga 8-15 

Kennitala: 511295-2119

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009