15 milljónir ökutækja undir Hvalfjörð frá upphafi

Alls hafa um 15 milljónir ökutækja farið um Hvalfjarðargöng á tíu árum eða frá því þau voru opnuð sumarið 1998. Umferðin jókst jafnt og þétt ár frá ári en í efnahagsþrengingunum nú fækkar bílum á þjóðvegum landsins og þar með í göngunum.

Á síðasta rekstrarári Spalar fóru liðlega tvær milljónir bíla undir fjörðinn eða 5.484 bílar á sólarhring að jafnaði. Þetta er mesta umferð í göngunum á einu rekstarári frá upphafi (rekstrarárið er frá októberbyrjun til septemberloka).

Víst er að almanaksárið 2008 hefði líka orðið metár í umferðinni ef efnahagskreppan hefði ekki komið til en það stefnir í að vera með næstmesta umferð frá upphafi. Metárið 2007 var umferðin að jafnaði 5.563 bíla á sólarhring.

Alls eru um 36.300 veglyklar í notkun í bílum landsmanna og fjölgaði um 10% frá fyrra ári.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009