Tvöföldun ganga og Kjalarnesvegar álitlegur kostur í krepputíð

Þrátt fyrir kreppu í efnahagsmálum og lítilsháttar samdrátt umferðar sé nærtækt að hraða undirbúningi þessara brýnu framkvæmda, enda séu þær arðsamar fyrir þjóðarbúið og samfélagið, auki öryggi í umferð og efli byggðaþróun norðan og sunnan Hvalfjarðar. Gísli hvatti þingmenn og sveitarstjórnir til að fylgja málinu eftir:

„Af hálfu stjórnar Spalar hefur verið boðað að félagið geti haft aðkomu að fjármögnun á hluta nýrra ganga. Stjórnvöld sýna þeirri viðleitni ekki sérstakan áhuga þannig að ólíklegt er á þessari stundu að félagið komi að málum með öðrum hætti en að fylgja því eftir að undirbúningsgögn vegna tvöföldunar þjóðvegar á Kjalarnesi verði kláruð. Því stefnir í að tvöföldun Hvalfjarðarganga og þjóðvegar um Kjalarnes verði verkefni ríkisins og með það verkefni verði farið sem aðrar hefðbundnar vegaframkvæmdir ríkisins. Þeim tilmælum er því beint til þingmanna Norðvesturkjördæmis og sveitarstjórna, sem hagsmuna eiga að gæta, að knýja á um að þessari framkvæmd verði fundinn staður í samgönguáætlun og að sem allra fyrst verði hafist handa við nauðsynlega hönnunarvinnu.

Það kann að hljóma digurbarkalega þegar því er haldið hér fram að miðað við atvinnuástand á Íslandi, og fyrirheit stjórnvalda um að liðka fyrir mannaflsfrekum framkvæmdum, hljóti tvöföldun Hvalfjarðarganga og vegar um Kjalarnes að vera afar álitlegur kostur. Ljóst er að hönnun verkefnanna felur í sér vinnu tæknifólks á ýmsum sviðum og framkvæmdin sjálf skapar fjölda starfa ýmissa starfsstétta. Að auki er framkvæmdin fallin til að efla til byggða- og atvinnuþróun norðan og sunnan Hvalfjarðar. Því er sjálfgefið að skora á stjórnvöld að huga rækilega að þessu verkefni og koma því til framkvæmda sem fyrsta áfanga í lagningu Sundabrautar, sem reyndar virðist nú lengra í að verði að veruleika þrátt fyrir að teljast mikilvægasta samgönguverkefni þjóðarinnar.“

adalfu_2008_1

adalfu_2008_3

adalfu_2008_4

frá aðalfundi Spalar

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofu Spalar að Kirkjubraut 28 á Akranesi hefur verið lokað! 

Unnt er að hafa samband í síma 431 5900 og með tölvupósti: spolur@spolur.is 

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009