Efnahagsþróun næstu mánaða ræður því hvort veggjaldið hækki

Veggjald í göngunum hefur undanfarin ár lækkað verulega bæði í krónum talið og miðað við verðlag í landinu. Umferðin jókst nánast stöðugt og auknar tekjur Spalar voru að stórum hluta notaðar til að greiða niður skuldir. Við blasti að félagið yrði að óbreyttu skuldlaust 2015 eða 2016 en efnahagskreppan setti strik í þann reikning. Frá því í apríl 2008 hefur umferð dregist verulega saman miðað við sama tímabil í fyrra og aukin verðbólga gerir það að verkum að skuldir Spalar standa sem næst í stað frá því í fyrra. Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar ehf., sagði í skýrslu stjórnar til aðalfundar að miðað við óbreyttar forsendur mætti ætla að félagið yrði skuldlaust einu til tveimur árum síðar en áður var miðað við. Hann bætti við: „Næstu mánuðir skera úr um hvort grípa þurfi til gjaldskrárbreytinga vegna breyttra aðstæðna en meginstefna félagsins er samt sú að halda óbreyttri gjaldskrá.“

Mikil afkomusveifla á einu ári
Fram kom í máli Gylfa Þórðarsonar, framkvæmdastjóra Spalar, að rekstur Spalar væri traustur þrátt fyrir að ytri aðstæður hefðu snarversnað þegar leið á árið 2008. Nýbirtur ársreikningur sýnir að vísu tap upp á 386 milljónir króna en rekstrarhagnaður á árinu þar á undan nam 275 milljónum króna. Í nýju tölunum birtast fyrst og fremst áhrif verðbólgunnar á fjármunaliði ársuppgjörsins. Handbært fé frá rekstri nam um 550 milljónum króna. Heildarskuldir félagsins nema 3,9 milljörðum króna, þar af langtímaskuldir 3,6 milljörðum króna. Langstærstur hluti skuldanna er í íslenskum krónum.

Rekstrarár félagsins er frá 1. október til septemberloka og var kaflaskipt svo ekki sé meira sagt: góðærisyfirbragð á fyrri hluta tímabilsins en augljós og snögg kreppueinkenni á þeim síðari. Í heildina tekið var jókst umferðin í göngunum um 0,3% en mánuðina apríl til september dróst hún saman um 4% miðað við sama tíma í fyrra. Tekjur félagsins drógust enn meira saman eða um 5,8% frá fyrra rekstrarári. Það skýrist annars vegar af lækkun veggjalds 1. mars 2008 og hins vegar af því að þeim vegfarendum fjölgar hlutfallslega sem nýta sér áskriftar- og afsláttarkjör fremur en að kaupa stakar ferðir.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009