Rúmlega 10% minni umferð í október

Alls fóru 160.000 bílar um göngin í október 2007 en 143.000 í október í ár, með öðrum orðum fækkun um 17.000 bíla.

Rekstrarár Spalar er frá 1. október ár hvert til loka september á næsta ári. Á fyrri helmingi nýliðins rekstrarárs jókst umferðin í göngunum um 6,2% en svo hófst samdráttarskeiðið og bílum fækkaði í öllum mánuðum á síðari helmingi rekstarársins miðað við sama tímabil á árið þar á undan.

Þegar rekstarárið í heild var gert upp kom í ljós að umferðin hafði dregist örlítið saman. Horfurnar eru hins vegar aðrar og verri á nýbyrjuðu rekstrarári, ef marka má fyrstu vísbendingar. Samdrátturinn núna í október var meiri en í nokkrum mánuði á síðasta rekstarári og kemur tæplega á óvart eftir það sem á hefur gengið í þjóðfélaginu á haustdögum.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofu Spalar að Kirkjubraut 28 á Akranesi hefur verið lokað! 

Unnt er að hafa samband í síma 431 5900 og með tölvupósti: spolur@spolur.is 

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009