Um svifryk og útblástursmengun í göngunum

Við höfum sett hér inn á heimasíðuna fróðleik um svikryks- og loftmengunarvarnir ganganna þar sem rakið er hvernig þetta umfangsmikla og skilvirka kerfi virkar, búnaður sem Raftákn ehf. á Akureyri hannaði. Þar kemur fram að útblástursmengun er vöktuð með sjálfvirkum nemum á fjórum stöðum í göngunum og svifryksmengun vöktuð með nemum á tveimur stöðum. Ef svifrykið eða útblástursmengunin fer yfir tiltekin mörk fara fyrstu blásarnir í göngunum sjálfkrafa í gang. Dugi það ekki til eru fleiri ræstir þar til allir 32 blásarar ganganna hafa verið virkjaðir. Fari svo að allur sá blástur nægi ekki grípur öryggiskerfið til þess ráðs að loka göngunum fyrir umferð á meðan blásararnir blása út menguðu lofti og draga inn ferskt loft í staðinn. Slíkt hefur aðeins einu sinni gerst frá upphafi, um verslunarmannahelgina 1998. Þá voru göngin lokuð í sex mínútur á meðan mengunarloftið var hreinsað út. 

  • Vegfarendur ættu að hafa sem reglu að hafa slökkt á miðstöð bíla og alla glugga lokaða á meðan ekið er undir Hvalfjörð. Það eru góðar varúðarráðstafanir bæði gagnvart útblástursmengun og svifryki.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009