100 metra borhola í þéttu bergi

Kjarnaborinn var undir kvöld kominn hátt í 100 metra skáhallt til norðurs upp úr útskotinu í botni Hvalfjarðarganga. Verkinu miðar afar vel og borkjarnarnir benda ekki til annars en bergið sé hagstætt.

spolur_100metra_2_060208

Spölur samdi við Alvarr ehf. um að annast verkefnið í samstarfi við sænska fyrirtækið Drillcon AB í Svíþjóð, þrautreyndan verktaka í þessum efnum. Þes má geta að Alvarr og Drollcon hafa áður unnið sameiginlega fyrir Vegagerðina að rannsóknarborunum vegna væntanlegrar Sundabrautar og þar áður við rannsóknarboranir á Vestfjörðum, nánar til tekið í Arnarfirði og Dýrafirði.

Friðfinnur K. Daníelsson, verkfræðingur og eigandi Alvars og Ágúst Guðmundsson, jarðfræðingur og verkefnisstjóri af hálfu Spalar, fóru til Svíþjóðar skömmu fyrir jól og gengu frá samningum um verkið. Þeir fylgdust meðal annars með starfsmönnum Drillcon kjarnabora í Dölunum þar í landi, í bergi þar sem vatnsþrýstingur var gríðarlegur. Sænska fyrirtækið státar bæði af mannskap og réttum tækjum til að skila slíku vandaverki með sóma.

Borinn er sem sagt kominn um 100 metra áleiðis í fyrri holunni sem boruð verður í þessum áfanga. Um 30 gráðu halli er á holunni og það þýðir að borinn er kominn nær 50 metra upp fyrir botn Hvalfjarðarganga. Áfram verður haldið og endað á því að taka 20-30 metra kjarna úr setlögunum sem eru ofan á klöppinni í botni fjarðarins. Ætla má að setið sé jökulruðningur (mórena), að meginhluta tengdur ísaldarjöklum en það veit enginn lifandi maður með vissu - einfaldlega af því borkjarni hefur aldrei verið tekinn úr setinu frá því landið var til. Fyrir Ágústi jarðfræðingi er þetta verkefni því öðrum þræði fagleg landkönnun.

Hafdýpið beint ofan við botn Hvalfjarðarganga er um 42 metrar. Þá tekur við efsta lag setsins, hafsbotninn með öðrum orðum, og á 115 metra dýpi frá yfirborði sjávar er komið niður á klöpp. Setið er með öðrum orðum um 70 metra þykkt og gegnir hlutverki þéttiefnis ofan á um 45 þykku berginu ofan við göngin. Þannig eru samtals um 115 metrar (berg + set) fyrir ofan göngin áður en sjórinn í Hvalfirði tekur við.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009