Veggjald í Hvalfjarðargöngum lækkar 1. mars

Veggjald í Hvalfjarðargöngum lækkar á laugardaginn kemur, 1. mars. Þetta kemur fram í tilkynningu sem stjórn Spalar sendi frá sér í dag. Ný gjaldskrá er birt hér neðst í fréttinni.


Veggjald fyrir staka ferð í Hvalfjarðargöngum lækkar úr 900 krónum í 800 krónur. Jafnframt lækkar veggjald í flestum áskriftarflokkum en mismikið. Þannig lækkar gjald í þremur flokkum um nálægt 4% en í þremur öðrum flokkum um meira en 20%.

Lægsta veggjald áskrifenda eftir breytinguna verður 230 krónur fyrir venjulegan fjölskyldubíl.

Áætlað er að tekjur Spalar, sem á og rekur Hvalfjarðargöng, skerðist um 43 milljónir króna á ári vegna gjaldskrárbreytingarinnar.

Tilefni nýrrar gjaldskrár er væntanleg gildistaka tilskipunar Evrópusambandsins hér á landi varðandi hámarksafslátt vegna gjaldheimtu í veggöngum af ökutækjum sem eru 3,5 tonn eða meira og stunda samkeppnisrekstur. Ákvæði tilskipunarinnar ná til II., III. og IV. gjaldflokks Hvalfjarðarganga og ákvað stjórn Spalar að láta önnur ökutæki í sömu gjaldflokkum njóta líka lækkunarinnar. Áhrifa tilskipunarinnar gætir mismikið í nýrri gjaldskrá en allar breytingar eru til lækkunar og ákveðið var að lækka jafnframt gjald fyrir staka ferð og fyrir áskriftar- og afsláttarferðir í I. flokki, gjaldflokki fjölskyldubíla.

Veggjald og bensínverð


Veggjald í Hvalfjarðargöngum hefur lækkað um tugi prósenta frá upphafi, bæði að krónutölu og miðað við verðlag. Til gamans og fróðleiks má nefna eftirfarandi um veggjald og bensínverð:

  • Stök ferð um göngin kostaði 1.000 krónur þegar þau voru opnuð í júlí 1998. Á sama tíma kostaði bensínlítrinn 75,40 krónur (verð með virðisaukaskatti og þjónustu á stöð).
  • Stök ferð um göngin kostar 800 krónur frá og með 1. mars 2008. Bensínlítrinn kostar 143,80 krónur (miðast við 20. febrúar, verð með virðisaukaskatti og þjónustu á stöð).

 

Með öðrum orðum:

  • Í júlí 1998 var veggjald fyrir staka ferð jafnvirði rúmlega 13 lítra af bensíni.
  • Í marsbyrjun 2008 verður veggjaldið, miðað við óbreytt bensínverð, jafngildi 5,5 lítra af bensíni.

 

  • Lægsta veggjald áskrifenda verður jafngildi 1,6 lítra af bensíni 1. mars 2008, miðað við bensínverðið 20. febrúar 2008.

 


Gjaldskrá Spalar fyrir Hvalfjarðargöng 1. mars 2008

 

 

Áskrift og

afsláttarkort kr.

Hver ferð
kostar kr.I. gjaldflokkur
- ökutæki styttri en 6 metrar

Stök ferð

 

800

10 ferðir-afsláttarkort

5.200

520

40 ferðir-áskrift

13.800

345

100 ferðir-áskrift

23.000

230

Fyrir ökutæki í I. gjaldflokki eru greiddar 100 krónur til viðbótar fyrir hverja ferð með eftirvagn ef heildarlengd er innan við 8 metrar en 200 krónur til viðbótar fyrir hverja ferð ef heildarlengd er yfir 8 metrar.

 

Seldir eru sérstakir miðar (10 saman á 1.000 kr.) til þæginda fyrir þá sem aka með aftanívagna og nota afsláttarkort.

Spölur innheimtir veggjald fyrir staka ferð með 2.800 króna álagi, alls 3.600 krónur, hjá þeim sem aka um gjaldhlið Hvalfjarðarganga án þess að greiða veggjald.

 

 

II. gjaldflokkur


- ökutæki 6-8 metrar

Stök ferð

 

1.100

40 ferðir-áskrift

38.400

960

Ökutæki í II. gjaldflokki, með eftirvagn, færast upp í III. gjaldflokk ef heildarlengd er yfir 8 metrar en færast upp í IV. gjaldflokk ef heildarlengd er yfir 12 metrar.

Spölur innheimtir veggjald fyrir staka ferð með 2.800 króna álagi, alls 3.900 krónur, hjá þeim sem aka um gjaldhlið Hvalfjarðarganga án þess að greiða veggjald.


III. gjaldflokkur
- ökutæki 8-12 metrar

Stök ferð

 

2.000

40 ferðir-áskrift

69.200

1.730

Ökutæki í III. gjaldflokki, með eftirvagn, færast upp í IV. gjaldflokk ef heildarlengd er yfir 12 metrar.

Spölur innheimtir veggjald fyrir staka ferð með 2.800 króna álagi, alls 4.800 krónur, hjá þeim sem aka um gjaldhlið Hvalfjarðarganga án þess að greiða veggjald.


IV. gjaldflokkur
- ökutæki lengri en 12 metrar

Stök ferð

 

2.700

40 ferðir

94.000

2.350

Spölur innheimtir veggjald fyrir staka ferð með 2.800 króna álagi, alls 5.500 krónur, hjá þeim sem aka um gjaldhlið Hvalfjarðarganga án þess að greiða veggjald.


V. gjaldflokkur

Mótorhjól

 

200

Spölur innheimtir veggjald fyrir staka ferð með 2.800 króna álagi, alls 3.000 krónur, hjá þeim sem aka um gjaldhlið Hvalfjarðarganga án þess að greiða veggjald.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009