Hegningarlagabrot að aka um göngin án þess að borga

Málið sætir tíðindum vegna þess að þar er maður í fyrsta sinn ákærður fyrir að brjóta gegn hegningarlögum með því að borga ekki veggjald í göngunum og í dómnum er fallist á að akstur um göngin, án þess að greiða fyrir, teljist nytjastuldur í skilningi hegningarlaga.

Sýslumaðurinn á Akranesi höfðaði málið með ákæru 28. nóvember 2007. Málið var dómtekið 30. janúar og Benedikt Bogason héraðsdómari kvað upp dóm 19. febrúar 2008.

Ákærði ók gegnum Hvalfjarðargöng alls 39 sinnum, frá 21. maí til19. júlí 2007, án þess að greiða veggjald. Hann játaði brot sitt skýlaust í öllum atriðum.

Ákæruvaldið höfðaði mál fyrir brot gegn ákvæðum hegningarlaga um nytjastuld annars vegar og fjársvik hins vegar og fyrir brot gegn ákvæði umferðarlaga um að ljós við gjaldskýlið teljist umferðarljós.

Maðurinn var sakfelldur fyrir nytjastuld en ekki fyrir fjársvik og sakfelldur fyrir umferðarlagabrot. Tekið er fram í dómnum að ákærði hafi ekki haft á sakaskrá brot sem geti haft áhrif á ákvörðun refsingar og að líta beri til þess að umferðarljósin við Hvalfjarðargöng hafi eingöngu þann tilgang að stjórna umferð vegna gjaldtöku. Enga hættu hafi leitt af því fyrir aðra vegfarendur þó ekið hafi verið gegn rauðu ljósi. Því þyki 100.000 króna sekt hæfileg refsing og komi átta daga fangelsi í stað sektar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins.

Varðandi ákæru vegna fjársvika segir í dómnum að í verknaðarlýsingu ákæru sé ekki „tilgreint fjársvikabrot með því að lýsa verknaði sem felur í sér að ákærði hafi beitt blekkingum af einhverju tagi gagnvart starfsmönnum Spalar ehf. Þegar af þeirri ástæðu verður ákærði ekki sakfelldur fyrir fjársvik, enda verður hann ekki dæmdur fyrir aðra háttsemi en þá sem í ákæru greinir“. Hins vegar segir í dómnum að heimildarlaus afnot af Hvalfjarðargöngum í eignarráðum Spalar ehf. teljist nytjastuldur og varði við 2. mgr. 259. greinar almennra hegningarlaga.

Dæmt í hliðstæðu máli fyrr í vetur
Héraðsdómur Vesturlands kvað upp dóm í sambærilegu máli 12. október 2007. Þar var hálfþrítug kona dæmd til að greiða 150.000 króna sekt til ríkissjóðs fyrir að aka alls 65 sinnum um gjaldhliðið án þess að borga. Tekið var fram að 12 daga fangelsi kæmi í stað sektar yrði hún ekki greidd innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dóms.

Sýslumaðurinn á Akranesi ákærði í því tilviki einungis fyrir brot á umferðarlögum og ákærða var sakfelld. Í málinu nú ákærði hann sem sagt bæði fyrir brot á umferðarlögum og hegningarlögum og ákærði var sakfelldur fyrir hvoru tveggja.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009