Lægra veggjald frá og með deginum í dag!

Marínó Tryggvason, afgreiðslustjóri Spalar, þeyttist í gær á milli þjónustustöðva olíufélaganna í Reykjavík, Borgarnesi og á Akranesi til að undirbúa gjaldskrárbreytinguna með því að færa starfsmönnum á hverjum stað nýja áskrifarsamninga og nýjan kynningarbækling sem kom glóðvolgur beint úr Svansprenti. Útsendari heimasíðunnar slóst í för með honum um höfuðborgina og getur vottað að alls staðar verður tekið vel á móti nýjum áskrifendum, hér eftir sem hingað til.

Núna eru í umferð 33.600 veglyklar, hvorki meira né minna, og þeir eru tengdir um 14.000 áskriftarsamningum. Ætla má að áskrifendum fjölgi enn á næstunni, enda sýnir reynslan að ýmsir grípa tækifærið þegar gjaldskránni er breytt - til batnaðar fyrir vegfarendur, að sjálfsögðu - og kaupa ferðir í áskrift. Það er líka ólíkt þægilegra, að maður nú ekki tali um ódýrara, að ferðast undir Hvalfjörð sem áskrifandi en sem kaupandi að ferðum í stykkjavís.

Veggjaldið hefur lækkað heil ósköp frá því göngin voru opnuð sumarið 1998. Umferðin er mun meiri en ráð var fyrir gert og auknar tekjur gera einfaldlega mögulegt að láta viðskiptavinina njóta þess með lægra gjaldi en ella. Miðað var við það í upphafi að veggjaldið fylgdi vísitölu neysluverðs en reyndin er sú að það hefur lækkað bæði í krónum talið og miðað við verðlag. Þekkið þið mörg önnur dæmi um slíkt í kringum ykkur, góðir hálsar? Nefnum tvö dæmi:

  1. Gjald fyrir staka ferð venjulegs fjölskyldubíls í I. flokki gjaldskrár var 1.000 krónur í júlí 1998. Það ætti að vera 1.560 krónur núna samkvæmt vísitölu neysluverðs en er í raun aðeins 800 krónur frá og með 1. mars 2008!
  2. Lægsta mögulega áskriftargjald fyrir venjulegan fólksbíl var 600 krónur í júlí 1998. Það ætti að vera 935 krónur samkvæmt vísitölu neysluverðs en er í raun aðeins 230 krónur!

Veggjald verður innheimt í Hvalfjarðargöngum næstu árin, öðru vísi er ekki unnt að borga skuldirnar sem hvíla á mannvirkinu. Þannig er það hrein firra, sem sumt fólk í bloggheimum étur hvert upp eftir öðru, að Spölur hafi nú þegar greitt upp skuldir sínar en haldi bara áfram að innheimta veggjald eins og ekkert hafi í skorist! Gjaldið hefur hefur hins vegar lækkað mikið, eins og rakið var hér að framan, og vonandi að hægt verði að halda því þannig að það rýrni áfram miðað við vísutölu og verðlag. Vandi er hins vegar um slíkt að spá, einkum á óvissutímum í fjármálaheimum og fleiri heimum.

Í lokin þetta: Ómaksins vert er að pæla dálítið í því sem gerst hefur með veggjaldið okkar annars vegar og eldsneytisverðið hins vegar undanfarinn áratug:

  • Árið 1998 var stakt veggjald jafnvirði 13,3 lítra af bensíni en 5,6 lítra frá og með 1. mars 2008!
  • Árið 1998 var stakt veggjald fyrir 6-8 metra langa bíla jafnvirði 40 lítra af bensíni en 7,6 lítra nú!
  • Árið 1998 var áskriftargjald 6-8 metra bíla jafnvirði 30 lítra af bensíni en 6,7 lítra nú!
  • Árið 1998 var lægsta áskriftargjald fyrir fólksbíl jafnvirði 8 lítra af bensíni en 1,6 lítra nú!

Færum vér langt áleiðis fyrir Hvalfjörð á hálfum öðrum lítra bensíns?

spolur_laegra_veggjald_3_010308spolur_laegra_veggjald_4_010308

OLÍS við Sundagarða. Birgir Ingason er stöðvarstjóri þar á bæ.spolur_laegra_veggjald_2_010308

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009