6% umferðaraukning fyrstu sex mánuðina

Umferð í Hvalfjarðargöngum jókst um 6,2% á fyrra helmingi yfirstandandi rekstrarárs Spalar frá sama tímabili í fyrra. Þá fóru tæplega 790.000 bílar um göngin á sex mánuðum en tæplega 840.000 nú.

Langmest aukning var í nóvember eða um um 17,7% frá sama mánuði 2006. Umferðin í janúar og febrúar í ár var hins vegar litlu meiri en í sömu mánuðum í fyrra.

Nettótekjur Spalar af umferðinni drógust saman um 6% á sama tíma og bílunum fjölgaði um 6,2%. Þannig má glöggt sjá áhrif gjaldskrárbreytinga félagsins. Vegfarendur njóta þess í lægri veggjöldum að umferðin eykst.

Rekstrarár Spalar er frá byrjun október til loka september og var því hálfnað um síðastliðin mánaðarmót, mars/apríl.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofu Spalar að Kirkjubraut 28 á Akranesi hefur verið lokað! 

Unnt er að hafa samband í síma 431 5900 og með tölvupósti: spolur@spolur.is 

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009