Göngin tíu ára

Spölur ehf., sem á og rekur Hvalfjarðargöng, veitti vegfarendum og viðskiptavinum sínum forskot á afmælissæluna strax 1. mars í ár með því að lækka veggjaldið í göngunum. Félagið minnist að öðru leyti tímamótanna fyrst og fremst með þvi að efna til hófs á Akranesi síðdegis og afhenda Kristjáni L. Möller samgönguráðherra þar skýrslu um niðurstöðu rannsókna og undirbúningsvinnu undanfarna mánuði vegna nýrra ganga undir Hvalfjörð. Stjórn Spalar telur að staðreyndir um aukna umferð í göngunum ár eftir ár kalli á að félagið sjálft, Vegagerðin og stjórnvöld setji sér það markmið að hefja framkvæmdir við ný Hvalfjarðargöng og tvöföldun akbrautar um Kjalarnes innan þriggja til fjögurra ára.

  • Þá má geta þess að út er að koma bók um sögu Hvalfjarðarganga eftir Atla Rúnar Halldórsson, þar sem einkum er fjallað um aðdraganda framkvæmdanna en einnig um framkvæmdatímabilið sjálft frá 1996-1998 og áhrif Hvalfjarðarganga í samfélaginu. Útgefandi bókarinnar er Áform á Akureyri og henni verður dreift í verslanir eftir helgina.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofu Spalar að Kirkjubraut 28 á Akranesi hefur verið lokað! 

Unnt er að hafa samband í síma 431 5900 og með tölvupósti: spolur@spolur.is 

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009