Dólgslæti og dónaskapur

Viðskiptavinir okkar eru upp til hópa kurteisir og elskulegir í alla staði en fyrir kemur samt að þeir séu illa fyrir kallaðir og láti það bitna á starfsfólki Spalar, bæði vaktmönnum í gjaldskýlinu og þeim sem svara síma á skrifstofu félagsins á Akranesi.

Nokkur slík atvik komu upp í fyrrasumar og nú gætir slíks hins sama aftur í ár. Einkum koma þar við sögu bílstjórar sem rukkaðir eru um viðbótargjald fyrir vagna eða hjólhýsi sem þeir eru með aftan í bílunum sínum. Orðbragðið sem sumir vegfarendur viðhafa á stundum verður ekki haft hér eftir á opinberum vettvangi en við mælumst nú til þess að menn dragi djúpt andann, bíti í tungu sína og komi sjónarmiðum sínum frekar á framfæri við ráðamenn Spalar á Akranesi en að skeyta skapi sínu á ágætu starfsfólki félagsins.

Auðvitað er bæði sjálftsagt og eðlilegt að talað sé hátt og skýrt svo skiljist, óþarfi er hins vegar að vera með dónaskap eða dólgshátt. Við köllum sem sagt í allri vinsemd eftir kurteisi og góðu skapi hjá þeim sem kunna að vera ósáttir við hvernig staðið er að gjaldskrármálum eða einhverju öðru í starfseminni. Slíkt er farsæl leið í mannlegum samskiptum.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009