Stærstu umferðarhelgarnar framundan

Alls fóru ríflega 10.500 bílar um Hvalfjarðargöng síðastliðinn föstudag, 25. júlí, sem er mesta umferð á einum sólarhring hingað til á árinu. Ætla má að sól og sumarylur norðanlands um helgina hafi stuðlað að því að fleiri en fóru í norðurátt frá höfuðborgarsvæðinu en ella.

Framundan eru miklar ferðamannahelgar, fyrst sjálf verslunarmannahelgin og svo helgi sem við kenndum í fyrra við Fiskidaginn mikla á Dalvík og gerum áfram. Sumarið 2007 fóru fleiri um göngin um Fiskidagshelgina en verslunarmannahelgina, það er að segja um 40.000 bílar frá fimmtudegi til mánudags um Fiskidagshelgina en 37.400 bílar frá fimmtudegi til mánudags um verslunarmannahelgina. Fróðlegt verður nú að sjá hvernig þessir straumar liggja í ár.

Fyrirsjáanlegt er að heildarumferð í göngunum er umtalsvert minni í júlí í ár en í sama mánuði í fyrra en hve miklu minni kemur ekki í ljós fyrr en öll kurl koma til grafar við lok mánaðarins. Landsmenn aka einfaldlega minna en áður á tímum ofurverðs á eldsneyti og efnahagsþrenginga yfirleitt. Margir verða engu að síður á faraldsfæti næstu tvær helgar og við þá segjum við einfaldlega: Farsæla ferð og góða heimkomu!

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009