Mun minni umferð um Fiskidagshelgina en í fyrra

Fyrstu helgar ágústmánaðar eru miklir annatímar í umferðinni á þjóðvegum landsins, þar á meðal í göngunum. Fyrst er það verslunarmannahelgin og síðan helgin sem við kennum við Fiskidaginn mikla á Dalvík. En fleira en Fiskidagurinn lokkar gesti úr öðrum héruðum til samkomuhalds á Norðurlandi á sama tíma, til dæmis knattspyrnumót yngri flokka á Sauðárkróki og Siglufirði og handverkshátíð að Hrafnagili í Eyjafirði.

Í fyrra vakti sérstaka athygli að fleiri bílar fóru um göngin um Fiskidagshelgina en um verslunarmannahelgina en í ár snerist þetta við og munurinn er yfir 9.000 bílar.

Umferðartölurnar eru sem hér segir (tölur frá 2007 í sviga):

  • Verslunarmannahelgin, frá fimmtudegi til mánudags: 42.800 (37.400).
  • Fiskidagshelgin, frá fimmtudegi til mánudags: 33.700 (40.000).

Þess má geta að árið 2006 fóru 36.100 bílar um göngin um Fiskidagshelgina þannig að umferðin í ár var líka meiri þá en nú.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Spölur ehf. á og rekur Hvalfjarðargöng.

Skrifstofa Spalar er að
Kirkjubraut 28, 
300 Akranes
sími 431 5900, fax 431 5901. 

Opið mánudaga til fimmtudaga  8-16

og föstudaga 8-15 

Kennitala: 511295-2119

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009