Alls hafa um 15 milljónir ökutækja farið um Hvalfjarðargöng á tíu árum eða frá því þau voru opnuð sumarið 1998. Umferðin jókst jafnt og þétt ár frá ári en í efnahagsþrengingunum nú fækkar bílum á þjóðvegum landsins og þar með í göngunum.

Breytingar urðu í stjórnum beggja Spalarfélaganna á aðalfundum þeirra nú og vel að merkja: tvö félög er til um Hvalfjarðargöng og heita bæði Spölur. Upprunalega félagið, stofnað á Akranesi í janúar 1991, varð að eignarhaldsfélagi í desember 1995 og hefur það hlutverk að eiga eina hlutabréfið í einkahlutafélaginu Speli sem þá var stofnað. Þetta var gert á sínum tíma til að auðvelda veðsetningu hlutafjár í Speli (eitt hlutafjárskírteini í stað margra).

Ráðamenn Spalar telja einboðið að halda áfram og ljúka undirbúningi að tvöföldun Hvalfjarðarganga og tvöföldun þjóðvegarins um Kjalarnes í samráði við Vegagerðina. Gísli Gíslason, stjórnarformaður félagsins, sagði á aðalfundi á Akranesi á þriðjudaginn var, 9. desember, að Spölur hefði uppfyllt sinn hluta samkomulags við Vegagerðina frá 9. janúar 2006 um undirbúningsvinnu og skilað stjórnvöldum skýrslu þar að lútandi.

Stjórn Spalar ehf. ætlar í lengstu lög að halda veggjaldi í Hvalfjarðargöngum óbreyttu þrátt fyrir að mikil verðbólga og minnkandi umferð breyti rekstrarforsendum félagsins svo um munar. Verði verðbólgan veruleg áfram, og haldi umferð áfram að dragast saman, blasir hins vegar við að hækka þurfi veggjaldið svo Spölur geti staðið við skuldbindingar sínar. Þetta kom fram á aðalfundi Spalar á Akranesi síðastliðinn þriðjudag, 9. desember.

Stöðugt fylgst með svifryki og útblástursmengun í göngunum Stöðugt er fylgst með svifryks- og útblástursmengun í Hvalfjarðargöngum með sjálfvirkum búnaði sem er hluti af öryggis- og eftirlitskerfi ganganna. 
Vaktmenn í gjaldskýli hafa jafnframt augu á mengunarmælum og geta gripið til úrræða ef nauðsyn krefur. Til slíks hefur aldrei komið frá því göngin voru opnuð 1998, sjálfvirka viðbragðskerfið hefur alltaf brugðist við og virkað fullkomlega. 

Umferðin í Hvalfjarðargöngum á nýliðnu rekstrarári Spalar var álíka mikil og á rekstrarárinu þar á undan. Bílunum fækkaði um 1.800 frá fyrra ári eða um 0,09%. Mikil umskipti urðu á miðju rekstrarári þegar áhrifa efnahagssamdráttar í þjóðfélaginu fór að gæta.

Hvalfjarðargöng verða lokuð næstu þrjár nætur vegna hefðbundins viðhalds en einkum vegna þess að fjölga á ljósum yfir akbrautum. Lokað verður aðfararnætur þriðjudags, miðvikudags og fimmtudags 14., 15. og 16. október frá miðnætti til kl. 6 að morgni.

Stjórn Spalar telur réttlætanlegt í ljósi hagsmuna vegfarenda, atvinnulífs og íbúanna norðan og sunnan Hvalfjarðar að halda óbreyttu veggjaldi til árins 2018 í því skyni að tryggja nauðsynlegar vegabætur undir Hvalfjörð. Þetta segir stjórnarformaður Spalar meðal annars í ítarlegri grein sem hann skrifaði að gefnu tilefni og birt er hér á Spalarsíðunni.

Lögreglan mældi bíl á 118 km hraða í Hvalfjarðargöngum fyrr í þessari viku. Ökumaðurinn verður að öllum líkindum rukkaður um 60.000 krónur í sekt og fær að auki 3 refsipunkta í ökuferilsskrá sína. Sem betur fer heyrir slíkur brjálæðisakstur til undantekninga undir Hvalfirði en einn bjáni undir stýri er einum bjána of mikið, hvar og hvenær sem er.

Alls fóru ríflega 10.500 bílar um Hvalfjarðargöng síðastliðinn föstudag, 25. júlí, sem er mesta umferð á einum sólarhring hingað til á árinu. Ætla má að sól og sumarylur norðanlands um helgina hafi stuðlað að því að fleiri en fóru í norðurátt frá höfuðborgarsvæðinu en ella.

Viðskiptavinir okkar eru upp til hópa kurteisir og elskulegir í alla staði en fyrir kemur samt að þeir séu illa fyrir kallaðir og láti það bitna á starfsfólki Spalar, bæði vaktmönnum í gjaldskýlinu og þeim sem svara síma á skrifstofu félagsins á Akranesi.

Spalar telur að hefja beri framkvæmdir við ný göng undir Hvalfjörð og tvöföldun akbrauta um Kjalarnes ekki síðar en árið 2012. Þetta kemur fram í skýrslu um málið sem Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar, afhenti Kristjáni L. Möller samgönguráðherra í hófi á Akranesi tíu ára afmæli Hvalfjarðarganga, föstudaginn 11. júlí 2008.

Fjölmennt og góðmennt var í afmælisveislu Spalar á Akranesi á afmælisdaginn, 11. júlí. Þarna voru aðstandendur félagsins fyrr og síðar, menn sem tengdust undirbúningi, fjármögnun og framkvæmdum við göngin, fulltrúar stjórnvalda og sveitarfélaga á Vesturlandi og fleiri.

Hvalfjarðargöng eru orðin tíu ára! Í dag, 11. júlí er sem sagt áratugur liðinn frá þvi þetta einstaka umferðarmannvirki Íslandssögunnar var opnað við hátíðlega athöfn að viðstöddu fjölmenni. Kvöldið áður hafði Akraborgin farið síðustu áætlunarferðina frá Reykjavík til Akraness.

Hvalfjarðargöng eru nú opin allan sólarhringinn á nýjan leik að lokinni árlegri „vorhreingerningu“. Næturlokun í fyrri viku og framan af þessari viku var meðal annars notuð til að stórauka lýsingu í norðurhluta ganganna.

Umferð í Hvalfjarðargöngum jókst um 6,2% á fyrra helmingi yfirstandandi rekstrarárs Spalar frá sama tímabili í fyrra. Þá fóru tæplega 790.000 bílar um göngin á sex mánuðum en tæplega 840.000 nú.

Þeir sem vinna við kjarnaborun í Hvalfjarðargöngum eru með lífið í lúkunum, í orðsins fyllstu merkingu. Sumir vegfarendur aka bæði hratt og ógætilega með fram hjá vinnusvæðinu og virða merkingar að vettugi. Einn ók á tilkynningarskilti þar í dag þegar hann reyndi að aka öfugum megin fram úr flutningabíl upp brekkuna að norðan.

Laugardaginn 1. mars síðastliðinn birti Morgunblaðið grein um eldvarnir í Hvalfjarðargöngum eftir Gísla Árnason rannsóknarlögreglumann. Sama grein hafði áður birst í Skessuhorni í tilefni kjarnaborana í göngunum. Greinarhöfundur gefur sér forsendur sem benda til þess að hann skorti upplýsingar um staðreyndir. Skal nú reynt að bæta úr því.

Hálffertugur Skagamaður hefur í Héraðsdómi Vesturlands verið dæmdur til að greiða 100.000 króna sekt í ríkissjóð fyrir brot á hegningarlögum og umferðarlögum með því að aka hvað eftir annað um gjaldhlið Hvalfjarðarganga án þess að greiða veggjald. Átta daga fangelsi komi í stað sektar verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu dómsins.

Friðfinnur K. Daníelsson, verkfræðingur og eigandi Alvars th. og Ágúst Guðmundsson, jarðfræðingur og verkefnisstjóri af hálfu Spalar,Starfsmenn fyrirtækisins Alvars ehf. og sænsks undirverktaka þess, Drillcon AB, luku í dag við þriðju kjarnaborholuna upp úr Hvalfjarðargöngum. Þeir hefjast handa við fjórðu holuna viku af mars og bora fram undir páska.

Samhljóða frumniðurstöður fengust í stórum dráttum í tveimur kjarnaholum sem boraðar voru upp úr stóra útskotinu neðst í Hvalfjarðargöngum. Ákveðið er að bora fleiri rannsóknarholur næstu daga og vikur til undirbúnings hönnun nýrra ganga undir fjörðinn.

Sandurinn sem náðist af botni Hvalfjarðar í fyrstu borholunni.Kjarnaborun upp úr Hvalfjarðargöngum hefur nú þegar skilað upplýsingum og þekkingu sem varpa nýju ljósi á jarðfræði svæðisins. Á daginn kemur að klöppin ofan við neðsta hluta ganganna er þykkri en áður hafði verið talið en setið þar fyrir ofan er hins vegar sandur og síðan silt (bergmylsna).

Lögregla stóð að verki í vikunni mann sem ók á 125 km hraða í göngunum. Slík hegðun er sem betur fer orðin sjaldgæf í umferðinni þar, enda viðurlögin í samræmi við hættu sem svona fólk skapar. Viðkomandi má gera ráð fyrir 80.000 króna sekt, eins mánaðar ökuleyfissviptingu og fjórum refsistigum í ökuferilsskrá sína.

Kjarnaborinn var undir kvöld kominn hátt í 100 metra skáhallt til norðurs upp úr útskotinu í botni Hvalfjarðarganga. Verkinu miðar afar vel og borkjarnarnir benda ekki til annars en bergið sé hagstætt.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Spölur ehf. á og rekur Hvalfjarðargöng.

Skrifstofa Spalar er að
Kirkjubraut 28, 
300 Akranes
sími 431 5900, fax 431 5901. 

Opið mánudaga til fimmtudaga  8-16

og föstudaga 8-15 

Kennitala: 511295-2119

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009