Hvalfjarðargöng verða lokuð frá miðnætti til kl. 6 að morgni aðfararnótt miðvikudags 31. janúar og frá míðnætti til kl. 6 að morgni aðfararnótt fimmtudags 1. febrúar. Þessar næturstundir verða notaðar til að fjölga ljósum að sunnanverðu í göngunum og auka þannig lýsingu yfir akbrautum þar.

Ölvaður ökumaður fór suður um Hvalfjarðargöng á ofsahraða síðastliðna nótt og áfram Vesturlandsveg þar til lögreglu tókst að stöðva för hans við Álfsnes. Manninum var um hríð veitt eftirför á 150 km hraða og dró þá sundur með bifreið hans og lögreglunnar en hitt. Hann reyndist of drukkinn til að við hann væri hægt að tala og var látinn sofa úr sér bak við rimla.

Umferð í Hvalfjarðargöngum jókst um 6% á síðustu þremur mánuðum ársins 2006, sem jafnframt er fyrsti ársfjórðungur rekstrarárs Spalar. Athyglisvert er að umferðin skuli enn aukast og það þrátt fyrir að að lítt hafi viðrað til ferðalaga í nóvember og að hluta í desember líka.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009