Spölur lækkar veggjaldið 1. mars meira en sem svarar til lækkunar virðisauksskatts!

Stjórn Spalar hefur samþykkt að lækka veggjald í Hvalfjarðargöngum 1. mars 2007 meira í heildina en sem svarar til lækkunar virðisaukaskatts sem kemur þá til framkvæmda. Mestum tíðindum sætir að stök ferð í flokki heimilisbíla lækkar úr 1.000 krónum í 900 krónur. Innheimtur hefur verið þúsundkall fyrir staka ferð allt frá því göngin voru opnuð í júlí 1998 en hann heyrir brátt sögunni til í þessum skilningi.

 

Viðskiptavinir Spalar njóta sem sagt skattalækkunarinnar og gott betur. Þannig hefði stök ferð heimilisbíls í 1. gjaldflokki til dæmis átt að kosta 939 krónur ef Spölur hefði látið duga að lækka virðisaukaskattinn 1. mars. Félagið lækkar um 39 krónur til viðbótar og lætur gjaldið standa á heilu hundraði, 900 krónum, eins og allar stakar ferðir.

Afsláttar- og áskriftargjöld lækka líka umfram virðisaukaskattslækkun. Lægsta veggjald í göngunum er nú 270 krónur en verður 253 krónur frá og með 1. mars. Þá upphæð greiða áskrifendur sem kaupa 100 ferðir heimilisbíls í 1. gjaldflokki og borga þær fyrirfram.

Viðskiptavinir Spalar greiddu ríkissjóði alls um 140 milljónir króna í virðisaukaskatt af veggjaldi á síðasta rekstrarári ganganna. Ríkið skerðir því þessar tekjur sínar um 70 milljónir króna á ári með því að lækka virðisaukaskatt á gjaldinu um helming.

Spölur skerðir svo eigin tekjur um 13-14 milljónir króna ári með því að lækka veggjaldið meira en svarar til skattabreytingarinnar. Þar munar langmest um þá ákvörðun að fara með gjald fyrir staka ferð heimilisbíls í 1. gjaldflokki niður í 900 krónur.  Það er nefnilega svo að þúsundkallinn stóð undir 31% af tekjum Spalar á síðasta rekstrarári og því gefur auga leið að þess verður greinilega vart í í heimilisbókhaldi margra viðskiptavina Spalar þegar staka gjaldið lækkar verulega um næstu mánaðarmót.

Fleiri tíðinda má vænta af gjaldskrármálum Spalar með vorinu. Í maí er ætlunin að taka í notkun fullkominn búnað til að mæla lengd bíla í gjaldhliðum ganganna og um leið tekur gildi gjaldskrá með nýjum flokki fyrir 6-8 metra bíla. Veggjald lækkar þá verulega hjá þeim sem færast niður um gjaldflokk. Nánar verður upplýst um nýju gjaldskrána þegar nær dregur og fyrir liggur hvenær unnt verður að hrinda breytingunni í framkvæmd. Sú tímasetning ræðst nefnilega af því hvenær mælingabúnaðurinn kemst í gagnið.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofu Spalar að Kirkjubraut 28 á Akranesi hefur verið lokað! 

Unnt er að hafa samband í síma 431 5900 og með tölvupósti: spolur@spolur.is 

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009