Ryksugan á fullu, étur alla . . .

Spalarmenn efndu til nýárshreingerningar í Hvalfjarðargöngum í janúar, reyndar þeirri fyrstu sinnar tegundar frá því þau voru opnuð sumarið 1998. Ryk á vegöxlum (ræmum með fram akreinum) og í útskotum ganganna var sogað upp og flutt á brott.

Starfsmenn Holræsahreinsunar ehf. önnuðust verkið. Þeir prófuðu tól sín og tæki í göngunum fyrir jól og tóku svo til við að ryksuga eftir áramót. Afraksturinn var í tonnum talinn, þ.e. rykið sem fjarlægt var og flutt út til urðunar.

Rykmengun í göngunum var þarna býsna áberandi áður, einkum að vetrarlagi þegar margir fóru um á nagladekkjum á álagstímum. Eftir hreingerninguna er hins vegar lítið ryk í loftinu og það er breyting sem  bæði finnst og sést! Ráðgert er því að rygsuga göngin reglubundið í framtíðinni til að halda loftinu þar hreinu og tæru.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009