Hæðarmælingarbúnaður settur upp

Gert er ráð fyrir að búnaðurinn verði tekinn í gagnið núna í febrúar. Eftir það verða brotamenn gegn reglum um hámarkshæð að beita afar ríkulegri hugmyndaauðgi til að afsaka gerðir sínar, reyni þeir að  fara inn í göngin að sunnan með ólöglega háan farm.

Sjálfur mælibúnaðurinn verður nálægt viktarplani sunnan Hvalfjarðargatnamótanna og mælir sjálfvirkt hæðina á öllum ökutækjum og farmi þeirra á lnorðureið. Ef hæðin fer yfir lögbundið hámark, 4,20 metra, er viðkomandi ökutæki ljósmyndað og myndin kemur  samstundis fram á tölvuskjá í gjaldskýli. Jafnframt birtist aðvörun til viðkomandi bílstjóra á fjögurra fermetra ljósaskilti 300 metrum norðan við mælibúnaðinn (sjá meðfylgjandi ljósmynd). 

Sá brotlegi fær því skýr skilaboð um ástand mála og kemur sér einungis í enn frekari vandræði með því að halda áfram för sinni í því skyni að aka norður göngin.

Icetronica ehf. er með umboð hérlendis fyrir mælingarbúnaðinn. Sama fyrirtæki útvegaði Speli nýtt og fullkomið eftirlitsmyndakerfi sem tekið var í notkun í göngunum í maí 2005. Síðan þá hafa starfsmenn í gjaldskýli getaðfylgst á tölvuskjám með öllu sem gerist í göngunum sjálfum og utan munna beggja vegna fjarðarins. Allar hreyfingar í sjónsviði myndavélanna eru teknar upp allan sólarhringinn, þ.e.a.s. ef enginn bíll er á ferð að næturlagi er ekkert tekið upp en um leið og bíll kemur fara upptökutæki sjálfkrafa í gang.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009