Veggjaldið lækkar á fimmtudaginn kemur, 1. mars!

Veggjaldið í Hvalfjarðargöngum lækkar núna um mánaðarmótin um það sem nemur helmingslækkun virðisaukaskatts og gott betur en það. Lægsta gjald áskrifanda í I. gjaldflokki verður 253 krónur frá og með 1. mars og gjald fyrir staka ferð í I. flokki verður 900 krónur.

Ríkið sér af tekjum upp á um 70 milljónir króna á ári með helmingslækkun virðisaukaskatts á veggjöldum og Spölur skerðir tekjur félagsins um allt að 14 milljónir króna á ári með því að lækka veggjaldið meira en sem svarar til  skattalækkunarinnar. 

Nýja gjaldskráin, sem tekur gildi á fimmtudaginn kemur, lítur þannig út í heildina:

 

Áskrift + afsláttur,
gjaldskrá 1. mars 2007

Hver ferð
kostar kr.


I. gjaldflokkur

Stök ferð

 

900

10 ferðir-afsláttarkort

5.600

560

40 ferðir-áskrift

14.640

366

100 ferðir-áskrift

25.300

253

Spölur innheimtir veggjald fyrir staka ferð með 2.800 króna álagi, alls 3.700 krónur, hjá þeim sem aka um gjaldhlið Hvalfjarðarganga án þess að greiða veggjald, í samræmi ákvörðun stjórnar félagsins 9. desember 2005.


II. gjaldflokkur

Stök ferð

 

2.800

40 ferðir-áskrift

75.080

1.877

Spölur innheimtir veggjald fyrir staka ferð með 2.800 króna álagi, alls 5.600 krónur, hjá þeim sem aka um gjaldhlið Hvalfjarðarganga án þess að greiða veggjald, í samræmi ákvörðun stjórnar félagsins 9. desember 2005.


III. gjaldflokkur

Stök ferð

 

3.600

40 ferðir-áskrift

95.120

2.378

Spölur innheimtir veggjald fyrir staka ferð með 2.800 króna álagi, alls 6.400 krónur, hjá þeim sem aka um gjaldhlið Hvalfjarðarganga án þess að greiða veggjald, í samræmi ákvörðun stjórnar félagsins 9. desember 2005.


IV. gjaldflokkur

Mótorhjól

 

200

Spölur innheimtir veggjald fyrir staka ferð með 2.800 króna álagi, alls 3.000 krónur, hjá þeim sem aka um gjaldhlið Hvalfjarðarganga án þess að greiða veggjald, í samræmi ákvörðun stjórnar félagsins 9. desember 2005.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009