Lækkunin skilar sér líka til áskrifenda!

Veggjald í Hvalfjarðargöngum lækkar í dag og að sjálfsögðu skilar lækkun virðisaukaskatts sér líka til áskrifenda að ferðum. Þess verður vart að áskrifendur, sem keyptu ferðir og borguðu fyrir mánaðarmótin, njóti ekki skattalækkunarinnar í dag en það gera þeir vissulega eins og aðrir viðskiptavinir Spalar!

Inneignin á áskriftarreikningi viðkomandi eykst í dag sem nemur lækkun virðisaukaskattsins, þ.e.a.s. ferðunum fjölgar sem áskrifendur eiga inni. Þannig skilar virðisaukaskattslækkunin sér beint til áskrifenda.

Stök ferð fyrir venjulegan fjölskyldubíl í flokki I kostar frá og með deginum í dag 900 krónur og þar með kveðjum við þúsundkallinn sem hefur verið gjald fyrir staka ferð í tæplega 9 ár eða frá því göngin voru opnuð sumarið 1998. 

Veggjald áskrifenda lækkar í samræmi við lækkun virðisaukaskattsins og veggjald fyrir staka ferð í öllum flokkum bifreiða lækkar meira en sem nemur virðisaukaskattslækkuninni. Gert er ráð fyrir að tekjur Spalar skerðist um allt að 14 milljónir króna á ári vegna þessa. 

Vaktmenn stjórnvalda og almennings um verðlagsmál þurfa því ekki að hafa nokkrar áhyggjur af því að skattalækkun stjórnvalda skili sér ekki til þeirra sem aka um Hvalfjarðargöng. Það gerir hún sannarlega og gott betur!

Þess má til fróðleiks geta að í upphaflegum samningum Spalar við fjárfesta var kveðið á um að veggjald í göngunum skyldi fylgja verðlagi í landinu. Ef svo hefði verið væri gjald fyrir staka ferð 1.300 krónur en ekki 900 krónur í dag, 1. mars 2007! Aukin umferð hefur skilað meiri tekjum en ráð var fyrir gert og þess vegna hefur verið mögulegt að lækka veggjaldið að raungildi og krónutölu svo skiptir tugum prósenta frá því göngin voru opnuð. Upphaflegi þúsundkallinn hefur reyndar lifað af breytingarnar í krónum talið þar til nú en hann hefur að sjálfsögðu rýrnað að verðgildi í tímans rás. Nú rýrnar hann sem sagt í krónum talið líka, um hundraðkall .

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009