Spölur áfrýjar til Hæstaréttar

Spölur áfrýjar til Hæstaréttar dómi sem Héraðsdómur Vesturlands kvað upp núna í vikunni. Þar var maður sýknaður af kröfu um að hann greiddi Speli 112.000 krónur fyrir að hafa ekið 56 sinnum um göngin án þess að greiða veggjald.

Myndir voru teknar af umræddum bíl í hvert sinn sem ökumaðurinn braut af sér í gjaldhliðinu en dómnum þótt ekki sannað að eigandi bílsins hefði verið undír stýri.

Fram kom fyrir rétti að skráður eigandi bílsins hefði selt bílinn nokkru áður án þess að tilkynna eigendaskiptin. Nýi eigandinn ók svo bílnum nokkrum sinnum um göngin, á því tímabili sem kært var út af, án þess að greiða veggjald.

Fyrri bíleigandi, þ.e. sá sem fékk stefnu í málinu, viðurkenndi að hafa ekið öðrum bíl einu sinni um göngin án þess að greiða veggjald og féllst á gera upp þá skuld. Hann var dæmdur til að greiða Speli 2.000 krónur, þ.e. 1.000 króna veggjald með 1.000 króna álagi. Spölur var hins vegar dæmdur til að greiða manninum 200.000 krónur í málskostnað.

Spölur mun að sjálfsögðu áfrýja þessum dómi til Hæstaréttar.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009