Umferðaraukning í mars undir meðallagi

Alls fóru ríflega 141.000 bílar um göngin í marsmánuði en voru 133.000 í sama mánuði í fyrra. Aukningin er tæplega 6%, sem er heldur minna en meðaltalið á fyrra helmingi rekstrarárs Spalar.

Rekstrarár Spalar hefst í byrjun október og það er því hálfnað. Umferð í göngunum hefur aukist um tæplega 7% að meðaltali undanfarna sex mánuði miðað við fyrri hluta rekstrarársins í fyrra. Umferðin í mars í ár er þannig undir meðallagi. Skýringin er trúlega sú að þrjá til fjóra daga í þeim mánuði var svo og hált á Kjalarnesi að þar var þjóðvegurinn lítt eða alls ekki fær. Eðlilega skilar það sér fljótt í umferðartölum Spalar ef ófært er um Kjalarnes tímunum saman.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofu Spalar að Kirkjubraut 28 á Akranesi hefur verið lokað! 

Unnt er að hafa samband í síma 431 5900 og með tölvupósti: spolur@spolur.is 

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009