Kallað eftir kurteisi og góðu skapi

Af og til láta vegfarendur í ljósi óánægju með tiltekna þætti í gjaldskrá Hvalfjarðarganga og skeyta í verstu tilvikum skapi sínu á vaktmönnum í gjaldskýlinu af því tilefni. Nokkur slík tilvik áttu sér stað um nýliðna helgi og þar komu við sögu bílstjórar með vagna eða hjólhýsi aftan í bílunum sínum. Þeir höfðu ákveðnar skoðanir á hóflegu gjaldi fyrir eftirvagna sem tekið var upp í vor til að stuðla að innra samræmi í gjaldskrá ganganna. Þetta gjald er 100 krónur fyrir hverja ferð ökutækis í I. gjaldflokki með eftirvagn, ef heildarlengd er innan við 8 metrar, en 300 krónur ef heildarlengd er yfir 8 metrar. Gjaldið er tekið rafrænt af áskrifendum, sem aka um ytri akreinarnar í hliðunum norðan fjarðar, en er innheimt af þeim sem greiða veggjaldið í lúgum.

Yfirgnæfandi meirihluti vegfarenda sýnir eftirvagnagjaldinu skilning en fáeinir gera það ekki og láta pirring sinn bitna á vaktmönnum í gjaldskýli. Við köllum í allri vinsemd eftir kurteisi og góðu skapi hjá þeim sem kunna að vera ósáttir við hvernig staðið er að gjaldskrármálum eða einhverju öðru. Og við mælumst eindregið til þess að viðkomandi komi sjónarmiðum sínum á framfæri beint við ráðamenn Spalar á skrifstofunni á Akranesi frekar en segja starfsmönnum félagsins við Hvalfjörð til syndanna!

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009