Um gjaldskrá, húsbíla og eftirvagna að gefnu tilefni

Formaður Félags húsbílaeigenda lýsti óánægju með breytingar á gjaldskrá Hvalfjarðarganga í kvöldfréttum Útvarpsins þriðjudagskvöldið 12. júní og sagði að dæmi væru um að húsbílaeigendur kysu frekar að aka fyrir Hvalfjörð en borga veggjaldið. Formaðurinn bætti við að með því að aka fyrir fjörð mótmæltu menn hækkun veggjalds húsbíla í gjaldskránni sem tók gildi 7. maí 2007.

Formaður Félags húsbílaeigenda lýsti óánægju með breytingar á gjaldskrá Hvalfjarðarganga í kvöldfréttum Útvarpsins þriðjudagskvöldið 12. júní og sagði að dæmi væru um að húsbílaeigendur kysu frekar að aka fyrir Hvalfjörð en borga veggjaldið. Formaðurinn bætti við að með því að aka fyrir fjörð mótmæltu menn hækkun veggjalds húsbíla í gjaldskránni sem tók gildi 7. maí 2007.

Af þessu tilefni er rétt að eftirfarandi komi fram:

1.  Vegfarendur hafa val um að aka um Hvalfjarðargöng eða fyrir Hvalfjörð og hafa haft frá því göngin voru opnuð í júlí 1998. Það var bókstaflega forsenda stjórnvalda, fyrir leyfi til handa Speli að gera göngin og reka þau, að þetta val væri fyrir hendi.

2. Gjaldskrá Spalar hefur frá upphafi miðast við heildarlengd ökutækja. Leitast er við að halda innra samræmi gjaldflokka þannig að allir vegfarendur sitji við sama borð.

3.  Á daginn kom að innra samræmi gjaldskrárinnar var ekki sem skyldi og misræmið varð sífellt meira áberandi eftir því sem fjölgaði húsbílum, fellihýsum og pallbílum. Um þetta fékk Spölur ábendingar sem félagið hlaut að taka tillit til að athuguðu máli. Þarna átti sér vissulega stað mismunun sem var húsbílum reyndar í hag því sú vinnuregla varð til, sem eftir á að hyggja hefði betur aldrei verið upp tekin, að innheimta gjald samkvæmt gjaldflokki I fyrir húsbíla allt að 7,25 metra að lengd, þrátt fyrir að 6-7,25 metra langir bílar ættu auðvitað heima í gjaldflokki II.

4.  Með gjaldskrá Spalar 7. maí sl. var bætt við nýjum gjaldflokki og þar með telur félagið að ákveðnu réttlæti sé fullnægt.

  • Húsbílar eru nú í gjaldflokkum I, II eða III eftir lengd.
  • Minnstu húsbílarnir eru áfram í gjaldflokki I.
  • Húsbílar, 6-7,25 metrar að lengd, færðust í nýjan gjaldflokk II og veggjald fyrir þá hækkaði þar með.
  • Veggjald fyrir húsbíla, 7,26-8 metra langa, snarlækkaði hins vegar við breytinguna.
  • Allra stærstu húsbílarnir eru í gjaldflokki III og veggjald þeirra lækkaði umtalsvert (er nú 2.600 krónur en var 3.000 krónur). 

5.  Réttlætið gagnvart tilteknum hópum viðskiptavina Spalar birtist með öðrum orðum þannig, í einfölduðu máli, að veggjöld hluta húsbílaflotans hækkuðu 7. maí, gjöld annars hluta húsbílaflotans lækkuðu hins vegar stórlega og veggjöld fjölda pallbíla snarlækkuðu sömuleiðis. Með þessu móti var markmiðum Spalar náð og nú eru saman komin í gjaldflokkum ökutæki sem raunverulega eiga saman miðað við forsendur gjaldskrár um heildarlengd. 

6.  Húsbílaeigendur, sem aka um gjaldskyld umferðarmannvirki í öðrum Evrópuríkjum í sumar, komast fljótt að raun um að ekki er svínað á þeim í Hvalfjarðargöngum. Ætla má að sumir þeirra sakni meira að segja gjaldskrár Spalar þegar þeir þurfa að taka upp pyngjuna ytra! Til fróðleiks og gamans má til dæmis nefna að

  • veggjald fyrir lítinn húsbíl er 900 krónur fyrir staka ferð í Hvalfjarðargöngum en 2.316 krónur fyrir ferð yfir brúna á Stórabelti í Danmörku.
  • veggjald fyrir flesta stærri húsbíla er 1.500 krónur fyrir staka ferð í Hvalfjarðargöngum en 2.600 krónur fyrir þá stærstu. Gjöld fyrir stærri húsbíla á Stórabeltisbrúnni eru hins vegar á bilinu 7.000-11.000 íslenskar krónur!

Í frétt Útvarpsins var vikið að gjaldi fyrir eftirvagna sem hefði ,,hækkað". Hið rétta er að þetta gjald kom fyrst til sögunnar í gjaldskránni 7. maí 2007. Það er hóflegt en með því er sömuleiðis stuðlað að innra samræmi og réttlæti í gjaldskránni. Fyrir ökutæki í I. gjaldflokki eru nú greiddar 100 krónur fyrir hverja ferð með eftirvagn, ef heildarlengd er innan við 8 metrar, en 300 krónur ef heildarlengd er yfir 8 metrar (ökutæki + eftirvagn).

Svo aftur sé vikið að samanburði við hliðstæðar gjaldskrár í erlendum umferðarmannvirkjum:

  • Algengt er að þar sé bæði miðað við lengd og þyngd ökutækja en í gjaldskrá Spalar kemur þyngd hins vegar ekki við sögu. Sífellt stærri og stærri hjólhýsi og fellihýsi eru dregin um íslenska vegi og erlenda, sem er bara í samræmi við tíðarandann.
  • Stærri tækjum fylgir hins vegar óhjákvæmilega það að fyrir þau þarf að borga meira í öllum skilningi! Þannig má sjá í gjaldskrá Stórabeltisbrúarinnar að borga þarf um 7.000 íslenskar krónur fyrir fjölskyldubíl og hjólhýsi ef samanlögð þyngd fer yfir 6 tonn. Þetta er hátt í þrefalt gjald sem innheimt væri fyrir sama bíl + hjólhýsi í Hvalfjarðargöngum! Munar um minna.

Lokaorð um raunvirðislækkun veggjaldsins:

Svo öllu sé til skila haldið hefur veggjald í Hvalfjarðargöngum lækkað mikið í krónutölu og raunvirði frá því göngin voru tekin í notkun, mest gagnvart áskrifendum að ferðum. Þar erum við að tala um tugi prósenta. Aukin umferð hefur skilað auknum tekjum og vegfarendur hafa notið þessa í veggjaldi sem hefur ekki hækkað í samræmi við verðlag heldur lækkað ár frá ári og það mikið.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009