Umferðin um verslunarmannahelgina nú um 4% minni en í fyrra

Umferðin um Hvalfjarðargöng var um 4% minni um nýliðna verslunarmannahelgi en um sögu helgi í fyrra. Núna fóru 37.400 bílar um göngin frá fimmtudegi til mánudags en 39.000 á sama tíma í fyrra, sem er fækkun um 1.600 bíla.

Þessar umferðartölur koma ekki á óvart í ljósi fjölmiðlafrétta um að færri gestir hafi verið á Akureyri og Siglufirði nú en í fyrra. Kaupstaðirnir tveir á Norðurlandi höfðu af einhverjum ástæðum meira aðdráttarafl á fólk fyrir sunnan um verslunarmannahelgina 2006 sem sést best á því að þá var 15% meiri umferð um Hvalfjarðargöng en um sömu helgi árið 2005.

Umferð í Hvalfjarðargöngum í júlímánuði 2007 annars um 9% miðað við sama tímabil í fyrra og fyrstu 10 mánuði rekstrarárs Spalar (frá og með október 2006 til og með júlí 2007) jókst umferðin í göngunum um 9,4%.

Alls hafa 1,6 milljónir bíla farið um göngin á þessum tíu mánuðum, þar af 240.000 núna í júlí - sem er ríflega tvöfalt meiri umferð en í janúar.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofu Spalar að Kirkjubraut 28 á Akranesi hefur verið lokað! 

Unnt er að hafa samband í síma 431 5900 og með tölvupósti: spolur@spolur.is 

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009