Mun meiri umferð um Fiskidagshelgina en verslunarmannahelgina

Um 10.000 bílar fóru um Hvalfjarðargöng síðastliðinn sunnudag, 12. ágúst, en um 8.500 á sunnudegi Fiskidagshelgarinnar 2006. Þetta er metumferð á einum degi það sem af er árinu 2007. Til samanburðar má nefna að mest fóru 8.800 bílar um göngin á einum degi um nýliðna verslunarmannahelgi.

Staumurinn á sunnudaginn lá aðallega að norðan þar sem voru knattspyrnumót á Sauðárkróki og Siglufirði, handverkshátíð í Eyjafirði og Fiskidagurinn mikli á Dalvík. Í heildina tekið var umferðin mun meiri um þessa helgi en um verslunarmannahelgina og líka mun meiri en um Fiskidagshelgina 2006.

Spalarmenn fóru yfir umferðartölur í morgun og niðurstaðan er eftirfarandi:

Fiskidagshelgin 2007 (frá fimmtudegi til mánudags): 40.000 bílar
Verslunarmannahelgin 2007 (frá fimmtudegi til mánudags): 37.400 bílar
Fiskidagshelgin 2006 (frá fimmtudegi til mánudags): 36.100 bílar

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009