Umferðin jókst um 9% á nýliðnu rekstrarári

Umferð í Hvalfjarðargöngum jókst um 5% í septembermánuði. Þetta er talsvert minni aukning en að meðaltali á öllu nýliðnu rekstrarári Spalar, frá október 2006 til og með september 2007.

Alls fóru rétt um tvær milljónir bíla um göngin á rekstrarárinu eða 5.470 á sólarhring að jafnaði. Á rekstrarárinu þar áður, frá október 2005 til september 2006, fóru liðlega 1.8 milljón bílar um göngin eða 5.020 á sólarhring að jafnaði. Umferðin jókst þannig um 9% á nýliðnu rekstrarári, miðað við árið þar á undan.

Umferð í apríl og maí 2007 jókst langmest eða um og yfir 16% frá sömu mánuðum í fyrra. Aukning mældist alla mánuði rekstrarársins, að nóvember reyndar undanskildum. Þá var nú örlítið minni en í sama mánuði 2005, sem skrifast trúlega á afar rysjótt og leiðinlegt tíðarfar í nóvember 2006.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009