Nýjum hraðavara ætlað að hægja á umferð í gjaldhliðinu

Vegfarendur í Hvalfjarðargöngum gera sig ekki seka um hraðakstur í sama mæli og áður og lögreglan hælir þeim fyrir að standa sig sífellt betur í umferðinni, að þessu leyti. Hins vegar hættir of mörgum til að virða að vettugi hraðatakmarkanir í gjaldhliðinu og dæmi eru jafnvel um að ekið sé þar í gegn á meira en þreföldum hámarkshraða! Spölur hefur nú sett upp hraðavara norðan fjarðarins til að hvetja menn til að hægja á sér.

Hámarkshraðinn á gjaldskýlissvæðinu er 30 km og ætti ekki að fara fram hjá nokkrum manni....

Vegfarendur í Hvalfjarðargöngum gera sig ekki seka um hraðakstur í sama mæli og áður og lögreglan hælir þeim fyrir að standa sig sífellt betur í umferðinni, að þessu leyti. Hins vegar hættir of mörgum til að virða að vettugi hraðatakmarkanir í gjaldhliðinu og dæmi eru jafnvel um að ekið sé þar í gegn á meira en þreföldum hámarkshraða! Spölur hefur nú sett upp hraðavara norðan fjarðarins til að hvetja menn til að hægja á sér.

Hámarkshraði í sjálfum Hvalfjarðargöngum er 70 km/klst en hámarkshraði í gjaldhliðinu, og beggja vegna við það, er 30 km eins og skýrt kemur fram á skiltum og á malbikinu (sjá mynd). Hraðakstursbrotum hækkar stöðugt í göngunum en margir aka hins vegar allt of hratt um gjaldhliðið. Spölur setti því upp hraðavara til að minna ökumenn á að hægja á sér. Dæmin sanna því miður að brýn þörf er á slíkum aðgerðum.

Tíðindamaður Spalarsíðunnar var við gjaldskýlið í morgun að mynda nýja hraðavarann og einmitt á því augnabliki var bifreið ekið um gjaldhliðið á 73 km hraða, þ.e. langt yfir tvöföldum hámarkshraða! Ökumaður sem staðinn er að slíku aksturslagi er í afar vondum málum. Sá sætir ákæru og síðar dómi, Hann missir ökuskírteinið, borgar himinháa sekt og fær refstig í kladdann sinn (ökuferliskrána). Sé viðkomandi með bráðabirgðaökuskírteini fær hann ekki að aka bíl aftur nema fara fyrst á sérstakt námskeið og taka síðan bílprófið að nýju. Og svo fær syndaselurinn fjögur refstig skráð í ökuferilsskrána. Það er því um að gera að virða einfaldlega reglur um hámarkshraða þarna og alls staðar annars staðar!

Batnandi ökumönnum er best að lifa!

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mældi ökuhraða bíla á suðurleið í Hvalfjarðargöngum núna í vikunni, frá mánudagsmorgni 1. október til föstudagsmorguns 5. október. Alls var 9.581 bíl ekið fram hjá hraðamyndavélinni á tímabilinu og þar af fór 131 of greitt eða 1,4%. Það er einu prósentustigi færri brot en síðast þegar mældur var hraði á sama stað. Meðalhraði þeirra brotlegu var 82,8 km, svipað og síðast. Sá sem hraðast ók var á 100 km hraða.

Niðurstaða lögreglunnar er því sú að „ástand hvað varðar ökuhraða í göngunum er sífellt batnandi“.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009