Umferð í Hvalfjarðargöngum var ríflega 17% meiri í nóvember en í sama mánuði í fyrra. Hafa ber í huga að umferð í nóvember 2006 var áberandi minni en aðra mánuði ársins, vegna slæms tíðarfars á suðvesturlandi, og það skýrir hluta af aukningunni sem fram kemur við samanburðinn

Aðeins einn af hundraði ók yfir hámarkshraða í Hvalfjarðargöngum á síðustu hraðavakt lögreglunnar og sá sem greiðast fór ók á 94 km hraða. Þetta staðfestir að ökumenn eru enn að bæta sig og þökk fyrir það!

Héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt 25 ára konu til að greiða 150.000 króna

sekt til ríkissjóðs fyrir að aka um gjaldhlið Hvalfjarðarganga án þess að greiða veggjald. Hún ók meðvitað gegn rauðu ljósi á akreinum ætluðum áskrifendum, alls 65 sinnum á tímabilinu 25. ágúst 2005 til 19. júní 2006.

Vegfarendur í Hvalfjarðargöngum gera sig ekki seka um hraðakstur í sama mæli og áður og lögreglan hælir þeim fyrir að standa sig sífellt betur í umferðinni, að þessu leyti. Hins vegar hættir of mörgum til að virða að vettugi hraðatakmarkanir í gjaldhliðinu og dæmi eru jafnvel um að ekið sé þar í gegn á meira en þreföldum hámarkshraða! Spölur hefur nú sett upp hraðavara norðan fjarðarins til að hvetja menn til að hægja á sér.

Alls reyndust 350 ökumenn aka hraðar í Hvalfjarðargöngum um nýliðna helgi en leyfilegt er. Meðalhraði hinna brotlegu var tæplega 84 km/klst en leyfður hámarkshraði í göngunum er 70. Tuttugu og átta ökumenn óku á yfir 90 km hraða og tveir á yfir 100 en sá sem hraðast ók var á 103 km hraða. Þetta kemur frá á heimasíðu lögreglunnar.

DV birti núna í vikunni frétt um að umferðaróhöppum í Hvalfjarðargöngum hefði fjölgað ár frá ári. Í fyrra hefðu tveir „slasast alvarlega“ í göngunum og var vísað til upplýsinga frá Umferðarstofu í því sambandi. Þegar skyggnst var yfir atburði síðasta ár í ranni Spalar reyndist hins vegar hvorki einfalt né augljóst að finna tölfræðinni nákvæman stað í veruleikanum.

Fólksbíl var ekið aftan á jeppa á suðurleið í Hvalfjarðargöngum um kl. 15:30 í gær, sunnudaginn 26. ágúst. Sex manns úr bílunum tveimur voru flutt á sjúkrahús á Akranesi til rannsóknar og aðhlynningar og voru allir útskrifaðir þaðan samdægurs.

Um 10.000 bílar fóru um Hvalfjarðargöng síðastliðinn sunnudag, 12. ágúst, en um 8.500 á sunnudegi Fiskidagshelgarinnar 2006. Þetta er metumferð á einum degi það sem af er árinu 2007. Til samanburðar má nefna að mest fóru 8.800 bílar um göngin á einum degi um nýliðna verslunarmannahelgi.

Formaður Félags húsbílaeigenda lýsti óánægju með breytingar á gjaldskrá Hvalfjarðarganga í kvöldfréttum Útvarpsins þriðjudagskvöldið 12. júní og sagði að dæmi væru um að húsbílaeigendur kysu frekar að aka fyrir Hvalfjörð en borga veggjaldið. Formaðurinn bætti við að með því að aka fyrir fjörð mótmæltu menn hækkun veggjalds húsbíla í gjaldskránni sem tók gildi 7. maí 2007.

Af og til láta vegfarendur í ljósi óánægju með tiltekna þætti í gjaldskrá Hvalfjarðarganga og skeyta í verstu tilvikum skapi sínu á vaktmönnum í gjaldskýlinu af því tilefni. Nokkur slík tilvik áttu sér stað um nýliðna helgi og þar komu við sögu bílstjórar með vagna eða hjólhýsi aftan í bílunum sínum. Þeir höfðu ákveðnar skoðanir á hóflegu gjaldi fyrir eftirvagna sem tekið var upp í vor til að stuðla að innra samræmi í gjaldskrá ganganna.

Ökumaður bifreiðar, sem fór utan í vegg í Hvalfjarðargöngum í gærkvöld, slapp með minniháttar meiðsl en bifreiðin er mikið skemmd. Þegar lögregla kom á vettvang var ökumaðurinn hvergi sjáanlegur og á leið til Reykjavíkur sem farþegi annars vegfaranda.

Ný gjaldskrá fyrir Hvalfjarðargöng tekur gildi á mánudaginn kemur, 7. maí. Þar ber helst til tíðinda að gjaldflokkum fjölgar um einn. Kynntur er til sögu nýr gjaldflokkur fyrir ökutæki, 6-8 metrar að lengd (II. flokkur). Í gjaldskránni hafa frá upphafi verið þrír gjaldflokkar auk sérstaks flokks fyrir mótorhjól. Flest ökutæki eru í I. flokki (styttri en 6 metrar að lengd), í II. flokki eru ökutæki 6-12 metrar að lengd og í III. flokki ökutæki ökutæki lengri en 12 metrar.

Spölur áfrýjar til Hæstaréttar dómi sem Héraðsdómur Vesturlands kvað upp núna í vikunni. Þar var maður sýknaður af kröfu um að hann greiddi Speli 112.000 krónur fyrir að hafa ekið 56 sinnum um göngin án þess að greiða veggjald.

Enginn bíll var mældur á 90 hraða eða þar yfir í Hvalfjarðargöngum í samfellt þrjá sólarhringa núna í vikunni. Þetta er ánægjulegt og bendir til þess að hert eftirlit lögreglu höfuðborgarsvæðisins með ökuhraða, frá byrjun árs, sé að skila árangri.

Lögregla stóð alls 265 ökumenn að hraðakstri í Hvalfjarðargöngum frá miðjum degi 28. febrúar til sama tíma 2. mars síðastliðinn. Mældir voru alls 4.629 bílar á suðurleið á tímabilinu og af þeim reyndust hvorki fleiri né færri en 5,7% vera á ólöglegum hraða!

Veggjald í Hvalfjarðargöngum lækkar í dag og að sjálfsögðu skilar lækkun virðisaukaskatts sér líka til áskrifenda að ferðum. Þess verður vart að áskrifendur, sem keyptu ferðir og borguðu fyrir mánaðarmótin, njóti ekki skattalækkunarinnar í dag en það gera þeir vissulega eins og aðrir viðskiptavinir Spalar!

Veggjaldið í Hvalfjarðargöngum lækkar núna um mánaðarmótin um það sem nemur helmingslækkun virðisaukaskatts og gott betur en það. Lægsta gjald áskrifanda í I. gjaldflokki verður 253 krónur frá og með 1. mars og gjald fyrir staka ferð í I. flokki verður 900 krónur.

Starfsmenn GT Tækni og Ljósvirkjans vinna að því að setja upp nýjan búnað sem mælir hæð ökutækja og farms sunnan Hvalfjarðar áður ekið er inn í göngin. Þetta er samvinnuverkefni Spalar og Vegagerðarinnar.

Fjórir af hverjum hundrað bílum á leið norður Hvalfjarðargöng núna á mánudag og þriðjudag „sátu fyrir“ hjá sjálfvirkum hraðaljósmyndara lögreglunnar og gjalda fyrir með sekt í ríkissjóð. Sá er hraðast ók mældist á 120 km hraða en hámarkshraði í göngunum er 70 km.

Spalarmenn efndu til nýárshreingerningar í Hvalfjarðargöngum í janúar, reyndar þeirri fyrstu sinnar tegundar frá því þau voru opnuð sumarið 1998. Ryk á vegöxlum (ræmum með fram akreinum) og í útskotum ganganna var sogað upp og flutt á brott.

Stjórn Spalar hefur samþykkt að lækka veggjald í Hvalfjarðargöngum 1. mars 2007 meira í heildina en sem svarar til lækkunar virðisaukaskatts sem kemur þá til framkvæmda. Mestum tíðindum sætir að stök ferð í flokki heimilisbíla lækkar úr 1.000 krónum í 900 krónur. Innheimtur hefur verið þúsundkall fyrir staka ferð allt frá því göngin voru opnuð í júlí 1998 en hann heyrir brátt sögunni til í þessum skilningi.

Í opinberri umræðu hefur því ítrekað verið varpað fram að tekjur Spalar komi að stórum hluta frá viðskiptavinum félagsins á Akranesi og Vesturlandi og í því sambandi er vísað til þess hve margir á þessu svæði aki reglulega um Hvalfjarðargöng. Ekki er samt allt sem sýnist um tengsl umferðar annars vegar og tekna af sömu umferð hins vegar.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Spölur ehf. á og rekur Hvalfjarðargöng.

Skrifstofa Spalar er að
Kirkjubraut 28, 
300 Akranes
sími 431 5900, fax 431 5901. 

Opið mánudaga til fimmtudaga  8-16

og föstudaga 8-15 

Kennitala: 511295-2119

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009