Hreingerningu og öðrum vorverkum í Hvalfjarðargöngum lauk í nótt og göngin verða því opin fyrir umferð aðfararnótt föstudags. Göngin hafa verið lokið þrjár undanfarnar nætur og ráðgert var að þau yrðu lokuð líka þá næstu og fjórðu. Vorverkin gengu hins vegar svo vel að þess gerist ekki þörf.

Lögreglan í Reykjavík skráði alls 224 hraðakstursbrot í Hvalfjarðargöngum frá fimmtudegi 12. apríl til þriðjudags 18. apríl. Alls fóru um 37.000 bílar um göngin um páska, það er að segja frá miðvikudegi til mánudags, 1.200 fleiri en á sama tíma í fyrra.

Lögreglan í Reykjavík stóð alls 111 ökumenn að því að aka of greitt um Hvalfjarðargöng um síðastliðna helgi. Frá morgni föstudags 31. mars til mánudags 3. apríl fóru 7.993 bílar um göngin til norðurs og af því voru sem sagt 111 yfir hámarkshraða

Ölvaður ökumaður ók utan í vegg Hvalfjarðarganga aðfararnótt sunnudags 19. febrúar og eyðilagði bílinn en slapp sjálfur án meiðsla. 

Í dag eru liðin rétt 15 ár frá stofnun Spalar og undirskrift fyrsta samnings félagsins við ríkisvaldið. Óhætt er að segja að þessi samkoma í frímúrarahúsinu á Akranesi 25. janúar 1991 hafi skilað því sem efni stóðu til og rúmlega það. Það þekkir þjóð og allra best sá hluti hennar sem ekur undir Hvalfjörð á degi hverjum!

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009