Fjórir bílar í árekstri

Betur fór en á horfðist þegar fjórir bílar lentu í árekstri sunnarlega í göngunum síðdegis í gær, hvítasunnudag. Níu manns voru fluttir á slysadeild í Reykjavík en meiðsl þeirra voru minniháttar.

Tildrögin voru þau að jeppa var ekið suður göngin á fimmta tímanum á hvítasunnudag. Hann sveigði skyndilega yfir á rangan vegarhelming og lenti framan á fólksbíl sem kom á móti. Tveir aðrir bílar á norðurleið skullu svo aftan á þeim sem fyrir jeppanum varð.

Áreksturinn var harður og bílarnir skemmdust mikið en enginn í slasaðist alvarlega. Fjarlægja varð bílana fjóra með kranabílum. Göngin voru lokuð í 2,45 klukkustundir á meðan rannsókn stóð yfir á vettvangi, bílarnir voru fluttir á brott og brak var fjarlægt af akbrautum.

Þetta er fyrsta umferðaróhappið í Hvalfjarðargöngum þar sem bílar lenda í árekstri. Ástæður óhappsins eru ekki kunnar en nokkrum sinnum hefur komið fyrir að ökumenn hafi dottað undir stýri og ekið við utan í veggi ganganna og jafnvel yfir á rangan vegarhelming en sloppið við að lenda á öðrum bílum úr gagnstæðum áttum. Algengustu óhöppin, og jafnframt þau sem hvað mesta hættu hafa skapað, tengjast hins vegar flutningabílum með ólöglega háan farm sem rekst upp í öryggisbita ofan gangamunna beggja vegna fjarðar.

Mikil umferð var þegar áreksturinn átti sér stað á hvítasunnudag og stöðugur straumur bíla fyrir Hvalfjörð á meðan göngin voru lokuð. Lögregla beindi umferð fyrir fjörðinn og sumir ökumenn létu sig hafa það að ausa síðan ónotum yfir starfsfólk Spalar í gjaldskýlinu fyrir að hafa lokað göngunum! Slíkt hátterni segir sína sögu um þá sem þannig hegða sér en víst er að göngunum er lokað umsvifalaust ef þar verður óhapp af einhverju tagi og þau eru ekki opnuð aftur fyrr en það er unnt. Í þessu tilviki gekk fljótt og vel að gera það sem gera þurfti vegna fjögurra bíla árekstursins, miðað við aðstæður. Allir kappkostuðu að vinna hratt en örugglega til að opna sem fyrst fyrir umferð. Enginn hefur nefnilega hag af því að hafa göngin lokuð mínútu lengur en nauðsyn krefur, allra síst Spölur!

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofu Spalar að Kirkjubraut 28 á Akranesi hefur verið lokað! 

Unnt er að hafa samband í síma 431 5900 og með tölvupósti: spolur@spolur.is 

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009