15% aukning umferðar

Umferð í Hvalfjarðargöngum var 15% meiri fyrstu átta mánuði yfirstandandi rekstrarárs Spalar en á sama tíma í fyrra. Þá fóru tæplega 900.000 bílar um göngin á tímabilinu en nú vel yfir 1 milljón bíla.

Rekstrarár Spalar stendur frá októberbyrjun til septemberloka. Sérstaka athygli vekur að umferðin jókst verulega á tímabilinu nóvember til febrúar í vetur eða um 21-28%. Hins vegar jókst umferð lítið í nýliðnum maímánuði. Nærtæk skýring á þeirri breytingu er sú að hvítasunnan var um miðjan maí í fyrra en í júní í ár. Hvítasunnan er jafnan mikil ferðahelgi landsmanna. Þá má ætla að slæm veðrátta á Norðurlandi í ár hafi orðið til þess að draga úr umferð um göngin.

Nettótekjur Spalar af umferðinni minnkuðu um 8,5% fyrstu átta mánuði rekstrarársins miðað við sama tímabil í fyrra þrátt fyrir að umferðin hafi aukist verulega. Þar birtast skýrt áhrif gjaldskrárlækkunar 1. apríl 2005. Nettótekjur af hverri ferð um göngin voru 516 krónur mánuðina október 2005 til maí 2006 en 650 krónur á ferð sömu mánuði 2004 og 2005. Tekjusamdráttur á ferð á tímabilinu er því 20,5%.

Alls eru nú um 11.500 áskriftarsamningar um ferðir í gildi hjá Speli og veglyklar í notkun eru um 25.000 talsins.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009