Engin skylda að lækka veggjaldið

Ríkisendurskoðun segir að Speli hafi ekki borið nein skylda til að lækka veggjaldið í Hvalfjarðargöngum, þrátt fyrir batnandi afkomu félagsins, vegna þess að umferðin er mun meiri en gert var ráð fyrir í upphafi. Alls óvíst sé að veggjaldið hefði lækkað ef göngin hefðu verið hrein einkaframkvæmd.

Þetta kemur fram í greinargerð um Hvalfjarðargöng og Sundabraut sem unnin var að ósk samgönguráðuneytisins. Lagt er mat á hvernig staðið var að framkvæmdum og rekstri ganganna (einkaframkvæmd) miðað við að ríkið hefði borgað og rekið göngin líkt og gerist með önnur samgöngumannvirki. Ástæður beiðninnar eru áform um að ráðast í síðari áfanga Sundabrautar einkaframkvæmd.

Ríkisendurskoðun segir að Hvalfjarðargöng hafi stundum verið tekin sem dæmi um vel heppnaða einkaframkvæmd en göngin geti samt varla talist „hrein einkaframkvæmd í hefðbundnum skilningi þess orðs enda stóðu opinberir aðilar að baki hlutafélaginu Speli.“ Sú staðreynd, að opinberir aðilar áttu meirihluta í Speli, hafi vafalaust orðið til þess að ávinningi vegna meiri tekna og lægri fjármagnskostnaðar hafi verið ráðstafað til notenda ganganna í formi lægra veggjalds. Ríkisendurskoðun segir að færa megi fyrir því „allsterk rök“ að að ekki hefði verið ráðist í framkvæmdir við Hvalfjarðargöng fyrr en síðar vegna þess að framkvæmdin var ekki beint á vegum ríkisins og kostnaður við þau er greiddur með veggjaldi. Pólitísk samstaða hafi ekki verið um að setja framkvæmdina á samgönguáætlun og mjög skiptar skoðanir hafi verið ,,hjá ýmsum aðilum" um að yfirleitt væri unnt að grafa göng undir Hvalfjörð eða að umferð um þau yrði nægilega mikil til að unnt yrði að réttlæta framkvæmdina.

pdfGreinargerð Ríkisendurskoðunar

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009