Annar gröfuflutningabíll keyrir niður öryggisbita

Tveir flutningabílar með gröfur á vagni hafa nú keyrt á öryggisbita Hvalfjarðarganga með aðeins einnar viku millibili, valdið verulegu eignatjóni og stofnaði lífi og limum fjölda annarra vegfarenda í stórfellda hættu. Síðara atvikið átti sér stað við norðurmunnann í gærkvöld, 13. júní, en hið fyrra að kvöldi 7. júní síðastliðinn.

Flutningabíll með gröfu á vagni fór norður um Hvalfjarðargöng um kl. 20 í gærkvöld. Enginn öryggisbiti var í gangamunnanum sunnan fjarðar vegna þess að nægilegt stál var ekki til í landinu til að smíða nýjan bita í stað þess sem fyrri gröfuflutningabíllinn eyðilagði í árekstri 7. júní! Síðari flutningabíllinn komst því klakklaust inn í göngin og hefur að líkindum sloppið við að reka farminn upp í blásara og annan búnað á leiðinni. Í gangamunnanum að norðan skall bóma gröfunnar hins vegar á stálbitanum þar og sleit niður úr veggfestingum sínum þannig að hann dinglaði laus í öryggiskeðjum. Bitinn hékk sem betur fer uppi en ekki þarf fjölyrða um mögulegar afleiðingar þess, fyrir fólk í bílum sem á eftir komu, ef hann hefði húrrað niður á akbrautirnar.

Annar gröfuflutningabíll keyrir niður öryggisbita Viðgerðarmenn við öryggisbitann eftir áreksturinn í gærkvöld.Lögregla kom á staðinn og þá kom í ljós að hæð farmsins (gröfunnar) var 4,45 metrar, 25 sentimetrar umfram löglegt hámark. Ofan á allt saman reyndist sjálfur dráttarvagninn, sem grafan stóð á, vera breiðari en lög leyfa: 3,20 metrar en má mest vera 2,60 metrar. Belti gröfunnar stóðu svo út af beggja vegna og þannig var breiddin orðin alls 3,40 metrar eða 80 sentimetar umfram löglegt hámark. Þessi flutningabíll var því með farm sem var bæði alltof of hár og alltof of breiður lögum samkvæmt!

Forráðamenn Spalar, félagsins sem á og rekur Hvalfjarðargöng, líta það að sjálfsögðu mjög alvarlegum augum að flutningabílstjórar skuli leyfa sér aftur og aftur að brjóta landslög á svo grófan hátt sem raun ber vitni um. Í grannlöndununum væri tekið hart á slíku framferði en viðurlögin hérlendis eru svo mild að menn hafa greinilega litlar áhyggjur af því að láta á þau reyna, jafnvel ítrekað.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009