Í gjaldskýlið í leit að Gullfossi og Geysi!

Þessir ferðalangar aka frá Reykjavík en beygja ekki við inn á Suðurlandsveg heldur halda áfram og enda í Hvalfirði. Það vantar nefnilega sárlega að merkja greinilega við gatnamót Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar hvaða leið liggi að þessum fjölsóttu ferðamannastöðum á Suðurlandi. Spalarmenn og ferðamálasamtök hafa margoft bent Vegagerðinni á nauðsyn þess að setja Gullfoss og Geysi greinilega inn á skilti við þessi gatnamót en því hefur ekki verið hrundið í framkvæmd. Villuráfandi ferðamenn koma því nær daglega í gjaldskýlið að leita að títtnefndum náttúruperlum og stundum gerist það oft á dag.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009