Fjórum sinnum keyrt á öryggisbita á einum degi!

Ökumenn fjögurra flutningabíla gerðu sig seka um að fara um Hvalfjarðargöng í gær með alltof háan farm og aka á öryggisslár í munnum ganganna og við þá. Ekki fyrr hafa svo mörg atvik af þessu tagi átt sér stað á svo skömmum tíma eða um 14 klukkustundum.

Þrír þessara flutningabíla voru á norðurleið en einn á leið til Reykjavíkur. Tveir voru með gröfu á vagni og bóma annarrar þeirra olli mestu tjóninu í gær með því að slíta öryggisbitann við suðurmunna úr festingum sínum.

Öll atvik af þessu tagi eru tekin upp á myndband öryggiskerfis ganganna og eru kærð til lögreglu.

Ökumenn sýna dæmalaust ábyrgðarleysi gagnvart öðrum vegfarendum með því að brjóta lög um hámarkshæð farms. Það þarf ekki að hafa mörg orð um afleiðingarnar þess ef ólöglegur farmur ryður niður öryggisbúnaði ganganna eða ef sjálfur farmurinn losnar af flutningsvögnum við höggið. Vegfarandur í bílum sem á eftir koma, eða sem mæta viðkomandi flutningabíl í sömu andránni, eru þá augljóslega í bráðri hættu.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009