9% meiri umferð í júní en í júní í fyrra

Alls fóru 196.000 bílar um Hvalfjarðargöng í júnímáuði eða 9% fleiri en í sama mánuði í fyrra. Umferðaraukningin er enn meiri þegar horft er til tímabilsins október 2005 til júní 2006 eða ríflega 14%.

Rekstrarár Spalar, sem á og rekur Hvalfjarðargöng, er frá októberbyrjun til septemberloka. Í nýju yfirliti fyrstu níu mánaða rekstarársins er staðfest að umferð í göngunum eykst enn verulega og útlit er fyrir að meðalumferðin nær því nú í fyrsta sinn að verða yfir 5.000 bílar á sólarhring. Sérstaka athygli vekur mikil umferðaraukning mánuðina nóvember-febrúar, á bilinu 21 til nær 28% miðað við sömu mánuði á fyrra ári!

Af sjálfu leiðir að tekjur Spalar af umferðinni eru umfram rekstraráætlun og þar af leiðandi mun félagið væntanlega greiða meira niður af skuldum sínum í lok rekstrarársins en ráð var fyrir gert. Sama gerðist reyndar á síðasta rekstrarári.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009