80 sentimetrum yfir löglegu hámarki

Lögregla staðfestir með mælingu að hæðin á húsi lyftarans var 5 metrar, 80 sentimetrum umfram löglegt hámark!

Landflutningar-Samskip hafa frá upphafi sjaldan komið við þessa eilífðarsögu árekstra flutningabíla með ólöglega háan farm við öryggisbúnað Hvalfjarðarganga. En svo kom að því um áttaleytið í gærkvöld að bíll á vegum Landflutninga-Samskipa braut af sér og það atvik er eitt hið alvarlegasta af sínu tagi til þessa. Þessi bíll var á leið norður í land með lyftara sem skagaði 5 metra upp í loftið (lögleg hámarkshæð 4,20 metrar!). Áreksturinn við öryggisbita ganganna var svo harður að húsið á lyftaranum stórskemmdist, glussaslöngur fóru í sundur og glussi af kerfi tækisins spýttist út um allt. Bíllinn komst hvorki aftur á bak né áfram og loka varð göngunum í um hálftíma til að taka mætti bitann alveg niður og losa þannig bílinn svo unnt væri að baka honum út. Slökkvilið kom á vettvang til að hreinsa glussann af akbrautum og sjúkrabíll kom á vettvang auk lögreglu. Hreinsun og lagfæringu öryggisbúnaðar lauk ekki fyrr en um miðnætti.

Það er fullkomlega óskiljanlegt að flutningafyrirtæki skuli senda bíla af stað með farm sem augljóst má vera að er langt yfir leyfilegum hæðarmörkum. Það er fullkomlega óskiljanlegt að bílstjórar skuli voga sér að reyna að troða sér inn í Hvalfjarðargöng með alltof háan farm með í huga hvaða afleiðingar það kann að hafa fyrir bílana sem þeim er treyst fyrir, fyrir sjálfan farminn sem þeim er treyst fyrir og fyrir aðra vegfarendur. 

Lögregla staðfestir með mælingu að hæðin á húsi lyftarans var 5 metrar, 80 sentimetrum umfram löglegt hámark!Bílstjórinn, flutningafyrirtækið og tryggingafélagið, sem hlut áttu að máli í gærkvöld, sitja uppi með stórfellt eignatjón á skotbómulyftaranum og öryggisbúnaði Hvalfjarðarganga. Það eru dauðir hlutir sem unnt er að bæta. En væri ekki við hæfi að þeir sem ábyrgð bera létu hugann hvarfla að lífi og limum fólk í bílum sem á eftir koma eða mæta flutningabíl með 5 metra háan farm í Hvalfjarðargöngum?

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009