Fólk er alveg gáttað!

Almenningur er undrandi á að flutningabílar skuli aftur og aftur, dag eftir, dag aka um þjóðvegina með ólöglega háan farm og storka þannig örlögum sínum og annarra vegfarenda. Nokkrir höfðu í dag samband við Spalarmenn símleiðis og bloggarar hafa tekið upp þráðinn á mbl.is í tilefni frétta úr Hvalfjarðargöngum.

Hér eru sýnishorn af blogginu á mbl.is.

Bloggari I:
Því miður þá er það þannig að ef að þú þarft að borga fyrir gáleysi þitt þá hugsarðu þig betur um áður en þú framkvæmir. Ef fólk er gert persónuleg ábyrgt upp að einhverju ákveðnu marki þá passar það si betur. Hver vill borga tjónið úr eigin vasa???? Mér finnst engin spurning um það að hækka bara sektina. Það er hálf hallærislegt að fullorðið fólk átti sig ekki á því að 5 metrar eru meira en 4,20 og að það þarf alltaf einhver að borga þegar að tjón verður. Ég segi því hvað þarf að gerast til þess að bílstjórar, sem aka bílum með farm sem er hærri en leyfilegt er að aka með um Hvalfajarðargöng aki ekki um göngin? Þarf að verða slys? Hvað þurfa menn og konur til þess að skilja að það er ástæða fyrir hámarkshæðinni sem gefin er upp?

Bloggari II:
Nánast daglega berast fréttir af því að flutningabílar með of háan farm reyni að troða sér í gegnum Hvalfjarðargöngin með þeim afleiðingum að sumir þeirra sitja fastir og þarf að kalla út her manna til að losa þá og koma út úr göngunum aftur. Auk þess sem þetta háttarlag þeirra stofnar öðrum vegfarendum í stórhættu þegar glussarör springa og glussinn dreifist um akbrautirnar. Einnig eru öryggisbitarnir dauðagildra ef þeir detta niður og lenda á fólksbílum. Þetta háttarlag er mér að minnsta að kosti með öllu óskiljanlegt, en ég er sjálfur með öll ökuréttindi og hef oft þurft að keyra með farm á milli staða sem þarf að sýna mikla aðgát með upp á hæð og breidd. Þá er maður vakandi fyrir umhverfinu og metur aðstæður áður en maður leggur út í eitthvað sem getur verið tæpt.

Bloggari III:
Það er alveg með ólíkindum að stjórnvöld skuldi ekkert aðhafast til að stórherða viðurlög vegna brota af þessu tagi. Einhverjir þúsundkallar í sekt stoppa ekki þessa flutningabrotamenn. Í grannlöndum væru menn sem gera sig seka um svona sviptir ökuréttindum í verstu tilvikum og flutningafyrirtækin fengju á baukinn líka. Hér rumska stjórnvöld ekki einu sinni þó hver flutningabílstjórinn á fætur öðrum stofni lífi og limum vegfarenda í Hvalfjarðargöngum í hættu dag eftir dag! Þarf slys að koma þarna til svo ráðuneytismenn losi svefn?

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofa Spalar á Akranesi verður enn um sinn opin á virkum dögum frá kl. 9 til 15. Lokað í hádeginu.

Símanúmerið er 431 5900, tölvupóstfangið spolur@spolur.is

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009