15% meiri umferð um verslunarmannahelgina en í fyrra

Umferð í Hvalfjarðargöngum var 15% meiri um verslunarmannahelgina nú en á sama tíma í fyrra. Það kemur tæplega á óvart þegar hafður er í huga straumurinn að sunnan norður yfir heiðar; til Akureyrar, Siglufjarðar og fleiri staða sem höfðu áberandi aðdráttarafl.

Of margir vegfarendur flýttu för sinni úr hófi fram. Þannig mældust 130 bílar á of miklum hraða í göngunum frá því kl. 15 á föstudaginn fyrir verslunarmannahelgi til kl. 13:00 á laugardaginn. Álíka margir mældust aka of hratt um göngin frá hádegi á laugardag til hádegis á sunnudag.

Umferð í Hvalfjarðargöngum jókst í heildina í júlí um tæplega 6% en þegar teknir eru saman fyrstu tíu mánuðir rekstrarárs ganganna (frá og með október 2005 til og með júlí 2006) er umferðaraukningin hátt í 13%.

Vert er að hafa í huga að umferðin um verslunarmannahelgina í ár kemur öll við sögu þegar ágústmánuður verður gerður upp. Í fyrra var þessi mikla ferðahelgi landsmanna hins vegar fyrr en nú. Þá lenti öll umferð verslunarmannahelgarinnar í júlíuppgjörinu að undanskildum sjálfum frídegi verslunarmanna. Áhrifa verslunarmannahelgarinnar gætir hins vegar ekki fyrr en í ágústölunum nú.

Flýtileiðir vegna endurgreiðslu

1. Skráðu bankaupplýsingar með Íslykli

2. Prentaðu út skilagrein og sendu til Spalar

Skrifstofu Spalar að Kirkjubraut 28 á Akranesi hefur verið lokað! 

Unnt er að hafa samband í síma 431 5900 og með tölvupósti: spolur@spolur.is 

 

FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI

VR Fyrirmyndarfyrirtaeki 2015 VR Fyrirmyndarfyrirtæki 2015 enska Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2014 Spölur - Fyrirmyndarfyrirtaeki VR 2013
Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2012 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2011 Fyrirmyndarfyrirtæki árið 2010 Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2009